Skip to main content
Fréttir

Viðhorf Íslendinga til geðrænna vandamála-Sigrún Ólafsdóttir dósent í félagsfræði

By febrúar 10, 2014No Comments

Viðhorf Íslendinga til geðrænna vandamála.

10.2.2014 Fréttir, Hornafjörður, vefsíða

Sigrún Ólafsdóttir dósent í félagsfærði við Háskólann í Boston heldur fyrirlestur í Nýheimum kl.16:30, miðvikudaginn 12. febrúar. Fyrirlesturinn er í boði Rannsóknaseturs HÍ, HSSA og Skólskrifstofu Hornafjarðar.

Það er yfirleitt áfall fyrir einstaklinga að greinast með alvarlega sjúkdóma, en það er oft mikill munur á viðbrögðum samfélagsins eftir því hvort sjúkdómurinn er líkamlegur eða andlegur. Í gegnum tíðina hafa einstaklingar sem eiga við geðræn vandamál að stríða mætt fordómum, t.d. síður verið ráðnir í vinnu og verið taldir hættulegir.

Ein afleiðing þessa er að einstaklingar leita sér ekki faglegrar aðstoðar við erfiðleikum af geðrænum toga. Í fyrirlestrinum mun Sigrún beina sjónum að umfangi fordóma á Íslandi og hvort að þeir tengist viðhorfum til notkunar á heilbrigðisþjónustu. Að auki verða niðurstöðurnar fyrir Ísland settar í alþjóðlegt samhengi. Þær hugmyndir sem almenningur hefur um geðræn vandamál eru mikilvægar, þar sem þær endurspegla þann veruleika sem einstaklingur mætir þegar hann eða hún greinist með geðrænan vanda.