Skip to main content
Fréttir

Viðburðarík vika í myndum

By september 25, 2015No Comments
Það var gróðurilmur í Hugarafli á fimmtudag

Það var gróðurilmur í Hugarafli á fimmtudag

Það hafa ferskir vindar leikið um starfsemi Hugarafls þessa vikuna í orðsins fyllstu merkingu.   Verið er að skipta um glugga á suðurhlið byggingarinnar en okkur hefur gengið vel að anda auka súrefni í gegnum óðægindi og rask sem af því hefur hlotist.  Gluggaframkvæmdir halda áfram í næstu viku en við erum nú komin í ágæta þjálfun með að færa til hópa og fundi eftir því sem þörf er á og látum ekkert trufla okkur.

Á fimmtudagsmorguninn var góða veðrið nýtt til hins ítrasta og flottur hópur hélt upp í Heiðmörk og týndi til lauf, strá, lyng og ber.  Eftir hádegi var síðan sest niður inn í listasmiðju og búnir til glæsilegir kransar undir leiðsögn Unnar Óskarsdóttur.

Á fimmtudagskvöldið mætti hópur frá Hugarafli á góðgerðatónleika Menntaskólans í Reykjavík sem haldnir voru á Kex Hostel.  Allur ágóði tónleikanna rennur til Hugarafls og erum við innilega þakklát fyrir þann stuðning sem okkur er veittur með slíku framtaki.