Fréttir

Upplýsingar um Viðeyjarferð 12. september

By september 11, 2015No Comments

Við stefnum ótrauð á að fara út í Viðey laugardaginn 12. september.  Alls hafa 25-30 manns skráð sig í ferðina og vonumst við eftir góðu haustveðri.  Reikna má með einhverjum dropum svo það er gott að hafa með sér hlýjan og vatnsheldan fatnað.

Ferðaáætlun

13:15 – Lagt af stað með ferju út í Viðey frá Skarfabakka
13:30 – Gengið upp að Viðeyjarstofu.  Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja skoðuð.
14:00 – Lagt af stað frá Viðeyjarstofu í átt að Friðarsúlunni og Viðeyjarnausti.  Vegalengd um 500 metrar.
14:15 –  Friðarsúluna og Viðeyjarnaustið skoðuð – frjáls tími.
14:30 – Nesti borðar í Naustinu.  Þar er einnig klósett og grill.
15:00 – Lengri ganga að Viðeyjarskóla og tanknum fyrir þá sem vilja.   Um 4 km ganga.
16: 20 –  Allir komnir til baka í Viðeyjarstofu
16:30 – Haldið til baka með ferjunni.

Kort

viðey

Kortið sýnir þá staði sem nefndir eru hér að ofan.  Smellið á mynd til að sjá fulla stærð

 

Algengar spurningar

Hér á eftir koma svör við algengum spurningum sem upp hafa komið í tengslum við ferðina.

 • Hvar er Skarfabakki?
  Skarfabakki sést hér á Google kortavélinni.
 • Gengur strætó að Skarfabakka?
  Best er að taka leið 16 með strætó.  Hann stöðvar við Klettagarða – um 300 metra frá ferjunni.  Leið 12 stöðvar talsvert lengra frá.
  Hér má sjá strætóleiðir á Laugardaginn.
 • Hvað með nesti?
  Hver og einn kemur með nesti fyrir sig og sína.  Við verðum með kol með okkur en það þarf að koma með áhöld og meðlæti (fyrir pylsur og hamborgara).
  Skemmtilegast væri ef við tökum öll nesti saman í Viðeyjarnausti en þeir sem vilja geta líka keypt sér kaffi og með því í Viðeyjarstofu og snætt þar.
 • Hvað er að sjá og skoða í Viðey?
  Hér er flott vefsíða sem segir frá því helsta sem Viðey hefur að geyma.   Eyjan á sér langa sögu, merkar byggingar og mikla náttúrufegurð.  http://videy.com/videy/

Hægt er að hafa samband við Kristinn H. í síma 691-7397 til að fá frekari upplýsingar eða láta vita um breytta þátttöku.

Svo er bara að mæta með góða skapið og njóta skemmtilegrar ferðar út í Viðey með Hugarafli!