FréttirGeðheilbrigðismál

Unghugi gefur út ljóðabók

By september 17, 2015No Comments

Blái RiddarinnUnghuginn Brynjar Orri Oddgeirsson gaf nýverið út ljóðabókina Bláa Riddarann í samvinnu við Hugarafl.   Bókin hefur að geyma 28 ljóð sem samin voru í hugarástandi sem höfundur kýs að kalla Undraland.  Brynjar steig inn í Undralandið í upphafi sinna veikinda en síðar var hann greindur með geðhvarfasýki.  Í heimi Undralandsins var Brynjar einskonar ofurhetja og hlutverk hans var að fá alla hina til að ganga til liðs við sig.  Í Undralandinu gerðist margt áhugavert, forvitnilegt, skringilegt og sumt mjög óþægilegt.  Í sumum tilfellum var hreinlega eins og um töfra væri að ræða eins og segir í formála bókarinnar.

Brynjar býður lesendur sína velkomna í Undralandið og miðað við eftirfarandi ljóð er sá staður nú aldeilis ekki alslæmur.

 

 

Paradís

Ég er með skýra mynd af Paradís
Allir jafnir
samvinna ekki samkeppni
prinsessa og prins
gulllykillinn
opið hlið
allir velkomnir
hver dagur ævintýr
marglituð ský
sólin skín
hver maður hefur fengið sýn
ljósadýrð
falleg dýr
jafnrétti.

Fólkið lærir
fólkið deilir
öfundsýki fortíðinni tilheyrir.

Fólkið skapar
engin tapar,
fólkið leikur
enginn safnar.

Alltaf gaman.

Allir standa saman.
Ég sé sjálfan mig þegar ég horfi á hina í
framan,
ekkert drama
allir hafa náð andlegum frama.

Ótti aldrei framar.