Skip to main content
Fréttir

Undirskriftarsöfnun hafin

By maí 9, 2018No Comments

Kæru vinir. Nú þurfum við aðstoð ykkar allra til að ná eyrum ráðamanna á Íslandi.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur nú staðfest að GET verður lokað 1. september 2018. Þá hefur Heilsugæslan jafnframt tilkynnt Hugarafli að samtökin eigi að yfirgefa húsnæðið í Borgartúni 22 fyrir þann tíma.

Við biðjum nú almenning að taka þátt í undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að finna leiðir til að tryggja starfseminni áframhaldandi brautargengi. Og notendum verði tryggð áfram sambærileg þjónusta byggð á valdeflingu og batamiðaðri þjónustu.

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands er að finna á vefslóðinni https://is.petitions24.com/hugarafl#form og hvetjum við alla til að skrifa undir.