Skip to main content
Fréttir

Um Hugaraflsfundi

By febrúar 25, 2016No Comments

Water-droplet-image-Water-sampling-and-water-testing-in-London-copy-r-w750-q100-m1445193424Frá stofnun Hugarafls hafa Hugaraflsfundirnir verið grunnur í starfi félagsins.  Fundirnir eru haldnir tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 13:00 – 15:00.  Á þeim eru rædd marskonar málefni sem viðkoma starfi Hugarafls, auk fjölbreyttrar umræðu um geðheilbrigðismál sem er í brennideplinum hverju sinni.   Jafnframt koma reglulega í heimsókn gestir með kynningar eða til þess að dýpka þá umræðu sem er í gangi.

Á seinustu starfsdögum voru lagðir fram eftirfarandi punktar sem unnir voru á starfsdögum 2015.  í þeim kemur fram tilgangur og hlutverk fundanna og jafnframt komið inn á, hvernig hver og einn getur lagt sitt að mörkum til að að efla heildarstarf félagsins með þátttöku á fundunum.  Við hvetjum alla til að kynna sér þessa punkta og jafnframt þökkum við þeim fjölmörgu þátttakendum sem í sameiningu lögðu sitt að mörkum við mótun þeirra.

Til hvers eru Hugaraflsfundir?

1. Ræða kjarna starfseminnar og taka ákvarðanir um helstu mál innan Hugarafls og utan. Fundirnir eru leiðandi í hvernig Hugarafl starfar.

2. Verkefni Hugarafls eru rædd t.d. hópar, viðburðir, ýmsar breytingar og nýjungar.

3. Eyða fordómum með því að skrifa greinar og láta í okkur heyra.

4. Fundirnir eru til þess að allir sem eru í Hugarafli hafi rödd og láti hana heyrast. Þetta er vettvangur til að hafa áhrif á Hugarafl og er mjög valdeflandi fyrir notendur.

5. Markmið fundanna er að hvetja alla til að tjá sig og taka þátt í starfseminni.  Þeir tengja alla hópastarfsemi. Koma í veg fyrir klíkumyndanir og veita öryggi þar sem allir tjá sig jafnt og enginn er æðri.

6. Grípa þau málefni sem eru í umræðunni og í samfélaginu hverju sinni og koma okkar skoðunum á framfæri.

7. Leið til að koma orðum í verk.

8. Fundirnir eru til þess veita og þiggja upplýsingar, og til að kynnast starfseminni betur.

9. Efla Hugarafl á alla vegu, og er eini staðurinn sem allir koma saman. Í raun þjappa þeir okkur öllum saman.

Hvert er mitt hlutverk á Hugaraflsfundum?

1. Að vera virkur þáttakandi á fundinum, eins og hver og einn ræður við hverju sinni.

2. Að láta rödd mína heyrast.

3. Að hafa áhrif á Hugarafl með því að tjá mínar skoðanir og segja frá mínum hugmyndum.

4. Að veita og þiggja upplýsingar um Hugarafl, t.d. starfsemi hópa.

5. Að tileinka mér hugmyndafræði Hugarafls.

6. Að hlusta á og virða skoðanir annara.

7. Að bera ábyrgð á því sem ég segi, sem og þeim hugmyndum/tillögum sem ég ber fram, þ.e. að fylgja þeim eftir.

8. Að vera jákvæður og hvetjandi.

9. Að mæta reglulega á fundi, því það auðveldar okkur að fylgjast með því sem er að gerast hjá Hugarafli hverju sinni.

10. Að virða fundareglur og vera stundvís.

Það væri ekkert Hugarafl án Hugaraflsfundanna.
Hópurinn er sterkari sem heild heldur en einstaklingsframtakið.