Fréttir

Tónleikar til styrktar Hugarafli

By september 23, 2015No Comments

tónleikarFimmtudaginn 24. september ætla hljómsveitir úr Menntaskólanum í Reykjavík að styrkja starfsemi Hugarafls með tónleikum á Kex Hostel.  Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og kostar 2.000 krónur inn.  Allur ágóði af inngangseyri mun renna til Hugarafls.

Geðfræðsluhópur Hugarafls verður með kynningu á starfsemi Hugarafls og Unghugum í húsnæði MR klukkan 11:15 á fimmtudaginn í tilefni af geðræktarviku skólans.  Unghugar er hópur innan Hugarafls sem einbeitir sér sérstaklega að því að mæta þörfum ungs fólks sem hefur upplifað geðraskanir eða aðra erfiðleika.  Auk fræðslunnar verður lesið úr ljóðabók Unghugans Brynjars Orra Oddgeirssonar sem gaf nýverið út ljóðabók sína í samstarfi við Hugarafl.

Við Hugaraflsfólk erum innilega þakklát fyrir þennan stuðning MR-inga og hvetjum við alla til þess að fjölmenna á Kex Hostel á fimmtudagskvöldið klukkan 20:00 og njóta tónlistardagskrárinnar sem í boði veður.