Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Þarmaflóran – Geðlækningar framtíðarinnar

By ágúst 17, 2015No Comments

 Lifandi markaður;

FLEIRI  bakteríur í þörmum en frumur í líkama

Rannsóknir sýna að líkami okkar samanstendur í raun af fleiri bakteríum en frumum.  Þessar trilljónir baktería lifa flestar í meltingarveginum, langflestar í ristlinum.  Þaðan hafa þær síðan magrvísleg áhrif á heilsu okkar (1).

LANGVINNIR sjúkdómar út frá meltingarveginum

Meltingarvegurinn hefur mun stærra hlutverki að gegna en að melta fæðu og frásoga næringu.  Ónæmiskerfi okkar er að mestu staðsett í meltingarveginum og auk þess er bólguviðbrögðum m.a. stjórnað út frá meltingarvegi (2).  Rannsakendur beina sjónum sínum í æ meira mæli til sambands meltingarvegar/þarmaflóru og langvinnra sjúkdóma s.s. sjálfsofnæmis og taugasjúkdóma.  Einngi hefur verið sýnt fram á að breytingar á þarmaflóru móður á meðgöngu geta haft áhrif heila fósturs og þroska (3).

HEILINN í þörmunum

Innsti lag þarma okkar hefur að geyma yfir 100 miljónir tauga og mynda flókið kerfi sem nefnist taugakerfi garna og iðra (enteric nervous system).  Þetta sérhæfða taugakerfi á skipulögð samskipti við miðtaugakerfið okkar (heila og mænu) á flókinn hátt með hormónum og taugaboðefnum (4).  Þessi samskipti fara í báðar áttir, bæði frá heila til þarma og frá þörumum til heila en ná einnig til innkirtlakerfis, ónæmiskerfis og úttaugakerfis (56).

Nýjust rannsóknir sýna fram á náin tengsl miðtaugakerfis við þarma og þarmaflóru og í raun er orðið erfitt að aðskilja starfssemi þeirra (7).

TILFINNINGAR spila stórt hlutverk í meltingarfærasúkdómum

Það er vitað að tilfinningalegir og geðrænir þættir geta komið af stað einkennum í meltingarfærum.  Þetta er þekkt í þeim tilfellum þegar búið er að útiloka líkamlegar orsakir en einkenni eru til staðar (8).  Um 20 heilsufarsvandamál sem tengjast meltingarveginum eru þekkt, flest langvinn og  erfitt að meðhöndla.  Í dag er farið að horfa til þess að sálar- og félagsþroski getur haft lífeðlisfræðileg áhrif á þarmana ásamt því að hafa áhrif á einkenni og heilsufar okkar almennt (9).

GEÐHEILSA hefur með ástand meltingarfæra að gera

Streita spilar stórt hlutverk þegar horft er á geðheilsu og meltingarsjúkdóma.  Rannsóknir sýna að tilfinningavinna skilar auknum árangri þegar kemur að meðhöndlun á meltingarfærasjúkdómum og þeirra einkennum (10).

Rannsóknir á dýrum hafa klárlega sýnt fram á hvernig hægt er að framkalla breytta hegðun s.s. kvíða og þunglyndi með röskun á þarmaflórunni.  Nú er einnig búið að sýna fram á hið gagnstæða, þ.e. hvernig hægt er að byggja upp þarmaflóruna og hafa þannig jákvæð áhrif á geðheilsu  (11). Rannsóknin var gerð í University of Oxford á 45 einstaklingum og sýndi hóurinn sem fékk probiotics (styrkir þarmaflóru) marktæka lækkun á streituhormónum, á meðan lyfleysuhópur sýndi engar breytingar.  Einnig kom fram á sálfræðiprófum í tilfiinningaúrvinnslu, að jákvæð athygli þessara sömu einstaklinga jókst meðan dró úr þeirri neikvæðu.

Rannsóknir benda til þess að depurð og þunglyndi megi flokka sem bólgusjúkdóm sem á upptök sín þörumunum, m.a. sökum lélegrar þarmaflóru.

Í kerfisbundnu yfirliti rannsókna (systematic review) komu fram áhugaverðar niðurstöður sem styrkja þessar tilgátur (12).  Rannsóknin sýnir fram á hverngi röskun á þarmaflórunni hefur áhrif á ónæmiskerfið og taugakerfið og getur því leitt til geðsjúkdóma s.s. kvíða og þunglyndis (1314), geðhvarfasýki (1516) og geðklofa (171819).  Rannsóknin er vönduð og yfirgripsmikil þar sem hún fylgir stöðluðum reglum (smella hér til að fræðast meira um slíkar rannóknir).

MEÐHÖNDLUN geðsjúkdómua í samanburði við  meðhöndlun meltingarsjúkdóma

Rannsóknir hafa nú sýnt fram á að bæði forvarnir og meðhöndlun á geðrænum og taugatengdum sjúkdómum ættu fyrst og fremst að beinast að ástandi meltingarvegar og þarmaflóru (11122021), á meðan meðhöndlun á meltingarsjúkdómum er árangursrík með tilliti til sálfræðilegrar nálgunar (10).

Birna G. Ásbjörnsdóttir
Næringarráðgjafi

Birna G. Ásbjörnsdóttir er að ljúka meistaragráðu í Næringarlæknisfræði (Nutritional Medicine) frá University of Surrey í Bretlandi.  Birna er einnig í meistaranámi við Oxfordháskóla í Gagnreyndum Heilbrigðisfræðum (Evidence-based Medicine).  Síðastliðina tvo áratugi hefur Birna unnið við einstaklingsráðgjöf hérlendis og erlendis ásamt því að veita reglulega fræðslu.