Skip to main content
Fréttir

Tenglastarf eflt og nýliðagrúppa á þriðjudögum

By febrúar 29, 2016No Comments

2008-2009 174Í kjölfar starfsdaga sem haldnir voru í febrúar, var ákveðið að endurskoða og bæta starf tengla í Hugarafli. Tengill er sjálfboðaliði sem býður fram sína þekkingu og reynslu sem viðkomandi hefur fengið í Hugarafli, til að tengja nýja meðlimi inn í starfið.   Þannig er hægt er að leita til tengla með ýmis mál meðan verið er að komast inn í starfsemina.   Nú þegar hefur góður hópur eldri Hugaraflsmeðlima boðið sig fram sem tengla og mikill áhugi er að virkja hlutverk þeirra enn frekar.

Tenglar mæta á nýliðakynningar sem áfram eru á fimmtudögum frá klukkan 11:00 – 12:00 eins og verið hefur.   Tenglar taka jafnframt að sér að stjórna nýliðagrúppu sem hittist á þriðjudögum frá 10:00 – 11:00.   Þar fá nýliðar sem mætt hafa á að minnsta kosti eina nýliðakynningu, tækifæri til að fræðast meira um starfið og geta mótað betur hvernig þeir nýta sér Hugarafl til að ná sínum markmiðum.

Sérstakur tenglafundur fer svo fram frá klukkan 11:00 til 12:00 á þriðjudögum og er hann fyrir alla sem vilja taka þátt í tenglastarfinu.   Við hvetjum þá sem áhuga hafa á að gerast tenglar til að mæta á þá fundi.  Jafnframt hvetjum við nýliða til að notfæra sér nýliðagrúppuna á þriðjudögum og fá þar upplýsingar og aðstoð úr reynslublanka tenglanna okkar.