Skip to main content
List

Sýning á stafrænum skúlptúrum

By ágúst 24, 2017No Comments

Stefán Jörgen Ágústsson listamaður er að opna sína fyrstu sýningu á stafrænum skúpltúrum.
Opnunin verður í Hugarafli, Borgartúni 22, 2. hæð föstudaginn 25. ágúst kl. 10:00, en sýningin mun vera opin alla virka daga á opnunartíma Hugarafls út september.
Stefán Jörgen er þekkastur fyrir hönnun á gervum í kvikmyndum og leikhúsum. Hann fékk Eddu verðlaunin fyrir Good Heart, kvikmynd Dags Kára, og vann með hinum víðfræga Rick Baker að myndinni Wolfman. Sú kvikmynd fékk Óskarsverðlaunin fyrir gervi árið 2010. Nánari lista yfir feril Stefáns Jörgens í kvikmyndum er að finna á imdb.com
Stefán Jörgen hefur unnið við förðunargervi frá 13 ára aldri, eða í 27 ár.
Stefán Jörgen hefur unnið með stafræna skúlptúra síðastliðin 8 ár, en eins og fyrr segir er þetta fyrsta sýningin hans.
Allir eru velkomnir að koma og skoða sýninguna.