Fréttir

Starfsdagar 2015

By september 19, 2015No Comments
stafsdagar2

Það býr mikill kraftur í Hugaraflsfólki þessa dagana og ljóst að fjölmörg verkefni bíða okkar í vetur.

Dagana 17. og 18. september voru haldnir starfsdagar í Hugarafli.  Þeir nýttust vel til að fara yfir sögu, hugmyndafræði, stefnumál, hugsjón, innra starf og komandi vetur.  Sérstök áhersla var lögð á umræðu um hugaraflsfundina sem hafa verið kjarninn í starfi okkar frá upphafi.  Á föstudeginum var svo hugað að hópastarfinu auk þess sem við fengum Maríu frá Dance Foundation til að kynna okkur fyrir lækningamætti dansins.  Í lok dags var svo boðið upp á vöfflur, ber og rjóma.