Skip to main content
Fréttir

Sober Riders MC færa Hugarafli veglegan styrk

By janúar 8, 2018janúar 17th, 2018No Comments

Bifhjólasamtökin Sober Riders MC gáfu svokallaða Andskötusúpu á Þorláksmessu og söfnuðu ágóða sem rann til Hugarafls.

Þetta er í tíunda sinn sem Sober Riders MC bjóða upp á Andskötusúpu á Þorláksmessu, en þeir hafa alltaf gefið ágóðann til góðgerðamála. Líkt og fyrri ár var súpunni dreift við Laugaveg 77 og var boðið upp á ýmis skemmtiatriði fyrir gesti og gangandi. Rúmar 420 þúsund krónur söfnuðust, sem Hugarafl nýtti til að uppfæra tölvubúnað.

Hér á myndinni má sjá forseta Sober Riders MC, afhenda Málfríði Einarsdóttur, formanni Hugarafls styrkinn.