Skip to main content
Fréttir

Sjálfstyrking og sköpun með listmeðferð

By mars 15, 2016No Comments

Hugarafl kynnir 10 vikna listmeðferðarnámskeið sem er fyrir krakka á aldrinum 12-15.  Námskeiðið hefst 1. apríl og lýkur 3.  júní 2016 og verður á föstudögum kl 14-15.30. Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust, vinna með tilfinningarnar og samskipti og byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Unnið er með þemu hvern tíma sem tengjast upplifunum unglinga á þessum aldri og unnið er með skapandi verkefni í gegnum listmeðferð. Listmeðferð er tjáningarleið þar sem hver og einn tjáir sig á sinn einstaka hátt og oft er erfitt að tjá hluti með orðum en auðveldara í gegnum listræna tjáningu. Allt er rétt í listmeðferð og engin þörf er á listrænni þekkingu né reynslu. Skemmtileg skapandi verkefni þar sem við hvílum hugann og leyfum styrkleikunum að skína í gegn.

Listsköpun2Sólveig Katrín listmeðferðarfræðingur heldur utan um námskeiðið og hefur hún starfað í 12 ár sem listmeðferðarfræðingur, m.a. á Kleppi, Átröskunardeild LSH, og á BUGLi ásamt því að reka eigin stofu, Listmeðferðarstofuna Sköpun í 11 ár. Hún hefur einnig starfað á Foreldrahúsi með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglinga frá árinu 2009 og hefur mikla reynslu af hópastarfi og einstaklingsvinnu með börnum og unglingum.

Skráning á námskeiðið og frekari upplýsingar hjá Auði á skrifstofu Hugarafls.