Frábærar fréttir!
Samningur milli Hugarafls og Reykjavíkurborgar framlengdur. Hvetjum ykkur til að kynna ykkur frábæran árangur þessa samstarfs. Hér hefur skapast ný leið fyrir einstaklinga til að sækja endurhæfingu á eigin forsendum sem byggir á bata og valdeflingu.
Frá upphafi hafa 46 einstaklingar fengið þjónustu Hugarafls á grundvelli samningsins, en hann gerir ráð fyrir að um 20 einstaklingar séu í úrræðinu hverju sinni. Markmiðið með samstarfinu er að einstaklingar sem lokið hafa 12–18 mánaða endurhæfingu þurfi ekki lengur að reiða sig á fjárhagsaðstoð til framfærslu. Af þeim 46 einstaklingum sem vísað hefur verið til Hugarafls á grundvelli samningsins reiða 67% sig ekki lengur á fjárhagsaðstoð til framfærslu.
„Það er ánægjulegt að við höfum endurnýjað samninginn við Hugarafl. Þar fer fram mikilvægt starf sem hefur skilað sér í auknum lífsgæðum fyrir einstaklinga sem glíma við andleg veikindi. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs.
Sjá frétt frá Reykjavíkurborg hér