Skip to main content
Greinar

Pistill frá Hafrúnu Kr. Sigurðardóttur v. „Á allra vörum“

By september 16, 2013No Comments

16.september 2013

Í ár ætlar Á allra vörum að hjálpa þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða og safna fyrir nýrri geðgjörgæslu á Landsspítalanum með aðstoð þjóðarinnar.

ÉG hvet alla sem ég þekki til að styrkja þetta góða málefni.

Ég sjálf þjáist af geðhvörfum, áráttu og þráhyggju og miklum kvíða.
Ég var heima í rúm 7 ár alvarlega veik af andlegum veikindum og sá ekki ljósið í lífi mínu.
Ég trúði því svo innilega að það væri betra fyrir þennan heim og alla sem í honum er að ég myndi hverfa.
Loksins þegar ég hafði mig af stað að leita af úrræðum hjálpaði mér læknir upp á göngudeild geðdeildar tók mig í langt viðtal og hlustaði á söguna mína og benti mér svo á Hugarafl.
íÍ október 2010 tók líf mitt nýja stefnu því ég fann vonina.
Að hafa von er upphaf alls í mínu lífi.
Í dag er ég fyrst og fremst besta útgáfa af sjálfri mér sem ég get verið og vinn í því á hverjum degi. Ég er góð móðir og eiginkona, ég er nemi í fullu námi í menntaskóla.
Ég er ennþá í endurhæfingu í Hugarafli.

Ekki miskilja mig þó ég sé komin með mikinn bata frá því 2010 heldur lífið áfram að gerast, minn helsti óvinur er stress og álag.
Ég fór síðast upp í maníu í sumar en fékk góða hjálp frá yndislegu fólki og gat haldið áfram með lífið.

Ég vona innilega að það náist að safna fyrir nýrri geðgjörgæslu á Landspítalanum því það er mikil þörf fyrir hana.