Skip to main content
Fréttir

Patch Adams á Íslandi í júní!!

By maí 12, 2015No Comments

Heimsfrægi trúðurinn, læknirinn og mannvinurinn Patch Adams snýr aftur til Íslands og heldur magnaða sýningu í Háskólabíói þann 14.júní kl.19:30.

Patch Adams varð heimsfrægur árið 1998 þegar samnefnd kvikmynd um hann kom út og skartaði Robin Williams í aðalhlutverki. Patch fer víða um heim, meðal annars á stríðhrjáð og fátæk svæði til að leggja sitt á vogarskálarnar til hjálpar fólki með kærleika, gleði og hlátur að vopni.

Missið ekki af þessum einstaka viðburði!

Upphitunaratriði verður óvænt uppákoma landsþekktra listamanna.

Sala miða er hafin á midi.is