Fréttir

Opinn fyrirlestur með Daniel Fisher í Háskólanum í Reykjavík 25.júní

By júní 24, 2015No Comments

Myndir af vél í ágúst 2011 045
„Recover your life through eCPR
and open dialog“
Hugarafl býður til opins fyrirlestrar í Háskólanum í Reykjavík, með Daniel
Fisher fimmtudaginn 25.júní kl.17:00-19:00 í sal M105, ókeypis aðgangur.
Allir velkomnir!
Missið ekki af mikilvægri umræðu um kjarnan í lífi okkar!!

Daniel Fisher geðlæknir talar um bata, batanálgun í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir
og kynnir einnig „Open dialog“ og eCpr(emotional cpr) sem er nálgun sem hann hefur þróað
til að mæta einstaklingum í tilfinningalegu álagi með nánd og öryggi.
Daniel Fisher er geðlæknir frá Harvard Medical háskólanum. Hann náði bata af geðklofa og er einn a fáum geðlæknum í heiminum sem talar opinberlega um reynslu sína af geðsjúkdómum. Hann hefur tvisvar áður komið til Íslands með fyrirlestra og vinnusmiðjur á vegum Hugarafls, en Hugarafl starfar eftir hans hugmyndafræði, þ.e. Pace módelið (PACE=Personal assistance in community existence) sem byggist á valdeflingu(empowerment). Fisher er fyrrverandi framkvæmdastjóri National Empowerment Center í Boston. Hann fer víða um heim og ræðir reynslu sína og styður jafnframt samfélög eins og okkar til að innleiða batahugmyndafræði. Að þessu sinni hefur hann haldið námskeið hjá Hugarafli í eCpr(emotional cpr).
Tengiliðir:
Auður Axelsdóttir Hugarafli; 8212183 og 6637750
Sigrún Halla Tryggvadóttir Hugarafli; 8686797 og 4141550
hugarafl@hugarafl.is