Skip to main content
Greinar

Of margir greindir með geðraskanir og of mikil ávísun geðlyfja

By febrúar 20, 2014No Comments

„Fjöldi þeirra, sem greinast með geðraskanir og eru meðhöndlaðir sem sjúklingar, virðist vera talsvert umfram það sem eðlilegt getur talist,“ segir í niðurstöðum í grein Steindórs J. Erlingssonar doktors í vísindasagnfræði sem birtist í tímariti félagsráðgjafa fyrir stuttu.

Hann segir að lyfjafyrirtæki hafi nýtt sér þetta veika kerfi til að auka gríðarlega ávísun geðlyfja á Vesturlöndum og víðar. Að hans mati er að einhverju leyti hægt að taka undir orð geðlæknisins Giovanni Fava að kreppa ríki innan geðlæknisfræðinnar. Fyrir liggi að flokkunarkerfi geðlæknisfræðinnar virðist vera hluti af vandanum.
„Þegar þessar upplýsingar eru hafðar í huga er brýnt fyrir félagsráðgjafa, geðlækna og aðrar fagstétt-ir innan geðheilbrigðiskerfisins að horfa gagnrýnum augum á grundvöll þeirrar þekkingar sem daglegstörf þeirra byggjast á, enda hafa ákvarðanir þessara stétta varanleg áhrif á líf fjölda einstaklinga. Ekki er síður mikilvægt fyrir þessar fagstéttir að hlusta á sjón-armið þeirra sem nýta sér þjónustu geðheilbrigðis-kerfisins því að ekki er hægt að líta á það sem sjálfsagt mál að þekking hinna faglærðu standi alltaf framar þeirri þekkingu sem notendur þjónustunnar búa yfir,“ segir enn fremur í grein Steindórs.