Skip to main content
Greinar

Nýtt viðhorf til bata

By febrúar 20, 2014No Comments

Fólk getur náð sér að fullu af geðröskunum, það er ekki ferli sem tekur alla ævina
Daniel Fisher, M.D. Ph.D.

(Þýtt af http://www.power2u.org/articles/recovery/new_vision.html)

Þessa dagana talar fólk um að ná sér af geðrænum kvillum. Þetta er stórt skref framávið. Jafnvel að nota orðið bati, á sviði sem of lengi hefur stjórnast af markmiðinu að halda í horfinu, er uppörvandi. En hvers sýn á bata er fólk að tala um? Ég hélt að við værum öll að tala um sama viðhorfið til bata. Engu að síður sé ég tvenns konar skýrt aðgreind viðhorf til bata birtast. Við ætlum að kalla annað viðhorfið Endurhæfingarviðhorfið og hitt Valdeflingarviðhorfið. Sérstaklega er mikilvægt að skýra hvað bati þýðir í hverju líkani fyrir sig, vegna þess að mörg fylki og sýslur eru að leggja til að móta batamiðaða stefnu og þjónustu á landsvísu. Skýrt aðskildar stefnur leiða af því hvaða mynd af bata þessar stefnur byggja á.

Endurhæfingarviðhorfið: Að enduheimta virkni þrátt fyrir að búa við varanlegar takmarkanir geðrænna kvilla.
Samkvæmt þessari skoðun, er geðröskun álitin meiriháttar örorka, varanleg líkt og mænuskaði sem veldur lömun. Þessi örorka veldur fötlun að því marki sem hún hindrar getu einstaklingsins til að virka í stærra félagshlutverki, svo sem launþegi, foreldri eða nemandi. Endurhæfingarviðhorfið til bata á mænuskaða er, að með stuðningi geti einstaklingurinn aftur virkað í þjóðfélaginu. Fötlun hans verður eftir sem áður varanleg. Eins og William Anthony, frá Háskólamiðstöð geðrænnar endurhæfingar í Boston staðhæfir, “einstaklingi sem er lamaður á fótum getur batnað þó mænunni hafi ekki batnað. Einstaklingi sem á við geðræn veikindi að stríða getur á líkan hátt batnað, þó veikindin séu ekki ‘læknuð’”.[1] (Recovery from Illness, Psychosocial Rehabilitation Journal, 16:12-23, 1993). Endurhæfingarviðhorfið til þess að ná sér af geðrænum sjúkdómum er að fólk geti endurheimt einhverja félagslega virkni, þrátt fyrir að hafa einkenni, takmarkanir, taki lyf og haldi áfram að vera geðsjúkt. Þó þetta endurhæfingarviðhorf virki til að lýsa bata af áhrifum líkamlegrar fötlunar, er hún ekki hjálpleg til að skýra hvernig fólk nær sér af geðrænum sjúkdómum. Þegar um er að ræða lömun er mænan í sundur og skilur starfandi höfuðið frá afganginum af illa virkandi líkama viðkomandi, er í tilfelli geðsjúkdóma einstaklingurinn allur aðskilinn frá fólkinu í kringum sig. Þeir geðsjúku eru álitnir minna en mennskir. Þeir upplifa missi borgararéttinda. Þegar einstaklingur er stimplaður geðsjúkur, hann er ómarktækur og óhæfur til fullrar þátttöku í félagshlutverki, sökum þessa merkimiða. Þarafleiðandi, að segja að geðsjúkdómur einhvers sé varanlegt ástand er að útiloka viðkomandi frá þjóðfélaginu um alla tíð og segja að hann muni aldrei getað fyllt stærra félagshlutverk. Ekki þarf að furða sig á svo háu hlutfalli atvinnuleysis (85-90%) meðal þeirra sem hafa verið stimplaðir sem geðveikir. Merkimiðinn skilgreinir einstaklinginn sem óhæfan til vinnu. Ekki þarf að vera hissa á að svo margt fólkt sem merkt hefur verið sem geðsjúkt tapi forræði yfir börnum sínum, sjálfur merkimiðinn skilgreinir einstaklinginnn sem óhæft foreldri.

Nýtt viðhorf til bata: Valdeflingarviðhorfið
Ólíkt endurhæfingarviðhorfinu til bata, hefur fólk sem hefur náð sér af geðrænum sjúkdómum viðhorf valdeflingar, að fullur bati sé mögulegur fyrir alla. Samkvæmt þessu Valdeflingarviðhorfi, er fólkt merkt geðsjúkdómum fyrir tilstilli blöndu meiriháttar tilfinningalegra erfiðleika og ónægs félagslegs stuðnings/úrræða/aðlögunarhæfileika til að viðhalda hinu meiriháttar félagshlutverki sem vænst er af þeim á því lífsskeiði þeirra. Sálfélagslegt eðli geðsjúkdóma er undirstrikað af þeirri sameiginlegri reynslu sem flestir notendur/eftirlifendur hafa upplifað að hafa fengið hinar ýmsu sjúkdómsgreiningar. Í raun hefur meira að segja að hengja geðveikis merkimiðann á viðkomandi, um hversu mikil truflun er á félagshlutverki einstaklingsins, heldur en hvernig þeir eru greindir. Bati er mögulegur í gegnum ýmiskonar stuðning til að koma (aftur) á stærra félagshlutverki og hæfileikum til sjálfumhirðu sem þurfa að vera til að taka meiriháttar ákvarðanir sem mann varða. Þessi blanda félagsstuðnings og sjálfumhirðu hjálpa einstaklingnum að eindurheimta félagsaðild að þjóðfélaginu og endurheimta tilfinningu fyrir að vera heilsteyptur einstaklingur. Sjálfshjálp og jafningja stuðningur eru grundvallarþættir á þessu ferðalagi til bata, því oft er eina fólkið sem getur almennilega skilið þessa tilfinningu útilokunar það sem hefur líka verið þessu marki brennt. Skýringarmyndin dregur saman afstöðu okkar til bata. Nytsemi þessa líkans sést á lýsingunni á tveimur ungum mönnum í þessu tölublaði. Þeir áttu við álíka erfiðleika að stríða en annar drengurinn fann trú á bata, félagslegan stuðning og úrræði til þess að lækna tilfinningalega erfiðleika sína á meðan að hinn skorti nauðsynlega trú, stuðning og úrræði. Hinum fyrrnefnda tókst að viðhalda félagshlutverki sem nemi, á meðan hinum tókst það ekki fékk á sig geðsjúkdóma merkimiðann.

Samkvæmt þessu viðhorfi, getur maður náð sér af sjálfri geðveikinni, ekki aðeins að endurheimta virkni á meðan andlegu veikindin verða áfram til staðar. Þessi greinarmunur skiptir öllu hvað varðar hvatningu einstaklingsins til þess að taka framförum sem og í viðhorfi þjóðfélagsins gagnvart fólki sem hefur verið stimplað. Best færi á því að þessi viðurkenning séu fyrstu skrefin í átt að því að finna leið til þess að láta fólki í té bætur, svo sem almannatryggingar, fyrir fólk sem býr við að starfsgeta þeirra er röskuð vegna tilfinningalegra erfiðleika, án þess að þeim sé fyrst hafnað sem meðlimum í samfélaginu. Við gerum okkur grein fyrir því að hugmyndin um að fólk geti náð sér af geðrænum kvillum muni leiða til meiri vinnu í bótakerfinu. Í stað einnar, einu-sinni-á-ævinni ákvörðunar um örorku, þarf að styðja við lengri og skemmri tímabil örorku. Við gerum okkur líka grein fyrir að fólk mun óttast að tapa félagslegum bótum áður en það er fært um að lifa án þeirra. Vonandi verður hægt að endurbæta almannatryggingar til þess að hægt sé fara aftur að vinna skref af skrefi eins og þörf er. (Fjallað er um mörg þessara álitsefna í meðfylgjandi grein).

Í þessu líkani, er meðferð hluti af sjálfstýrðri umönnun. Markmið meðferðar er hér að hjálpa fólki að ná meiri stjórn á lífi sínu og hjálpa því að endurheimta hlutverk í þjóðfélaginu. Meginmarkmið meðferðar ætti ekki að vera að stjórna hegðun fólks. Notkun lyfja þýðir ekki í sjálfu sér að einstaklingur hafi náð sér að geðsjúkdómi. Það er undir því komið að hvaða marki einstaklingurinn og þeir sem í kringum hann eru, sjá stöðuga þörf fyrir lyf. Best væri ef hver einstaklingur myndi læra að taka lyf eftir því sem þörf krefur, eftir að hafa lært að sjálfur að fylgjast með. Margir taka líka tveim höndum heildrænni heilsu sem valkost við lyf.

Að auki, endurheimtir fólk mikilsvirt félagshlutverk fyrir tilstilli stuðningsþjónustu í húsnæði, vinnu, menntun og foreldrahlutverkinu. Eins mikið af þessari þjónustu og kostur er ætti að vera unnið af fólki sem hefur náð sér. Þjónusta af þessu tagi er jafn ómissandi í bataferlinu og hvaða önnur læknismeðferð.

Þetta líkan gerir líka greinarmun á bata geðsjúkdóma sem nær til takmarkaðs fjölda fólks yfir afmörkuð tímabil annars vegar og hins vegar nær algerrar lækningar og umbreytingar á tilfinningalegum sársauka og áföllum sem geta tekið alla ævina.

Hlutverk vinnu í bata
Geðræn örorka er einstök vegna þess að sjálfur geðsjúkdómastimpillinn býr til hindrun á vegi þess að fólk snúi aftur til vinnu. Ef til vill meira en nokkur annar merkimiði í samfélagi okkar, gefur geðveiki til kynna sjúklingnum og þeim sem eru í kringum hann að viðkomandi muni aldrei aftur geta unnið. Þetta kann að útskýra hvers vegna svo fáir sem hafa verið stimplaðir með geðsjúkdóm vinna í samkeppnisstörfum. Þannig að til þess að sannarlega fjarlægja þessa hindrun fyrir því að fólk snúi aftur út á vinnumarkaðinn er nauðsynlegt að viðurkenna að fólk nær sér af geðsjúkdómum og að starf hjálpar í því ferli.

Í þessu nýja viðhorfi til bata, hefur starf mikilvægu hlutverki að gegna í að ná sér af geðsjúkdómi. Í mörgum tilfellum gegnir missir starfs stóru hlutverki í að einstaklingur er stimplaður geðveikur. Þar að auki geta leiðingjörn, innantóm störf leitt til streitu sem stuðla að geðsjúkdómum. Án vinnu eða annars sambærilegs félagshlutverks (foreldri eða nemandi), tapar einstaklingurinn félagsaðild sinni að samfélaginu og þeim auðkennum sem fylgir þeirri aðild. Þá verður nauðsynlegt að taka nýtt auðkenni sem notandi. Hreyfingin til að finna störf fyrir fólk sem stimplað er með geðsjúkdóm við geðheilsustarfsemi, hjálpar mörgum okkar að endurheimta auðkenni sem launþegi og meðlimur í samfélagi og þannig ná sér af geðsjúkdómnum. (NEC hefur gert mynd um þetta efni).

Að ná bata af geðsjúkdómum þýðir ekki að einstaklingurinn þurfi ekki lengur stuðning. Í raun skiptir þessi áframhaldandi stuðningur oft öllu í bata einstaklingsins. Jafnvel þó starfandi einstaklingur , með sögu geðsjúkdóma, þurfi ekki lengur peningabætur, þurfa þeir áfram aðrar bætur svo sem heilsutryggingar (sjá grein í þessu fréttabréfi) og húsnæði. Samkvæmt okkar nýju sýn á bata hefur margt fólk náð sér af geðsjúkdómi, þó það og aðrir sem í kringum það er haldi enn að svo sé ekki raunin. Þetta fólk sinnir engu að síður mikilvægu félagshlutverki og hefur lært að taka stjórn á eigin lífi. Á stundum upplifir það alvarleg tilfinningastríð, en það og aðrir í umhverfi þess hafa lært að eiga við þau. Þeim kemur á óvart að læra að þau eru að glíma við ástand sem margt fólk sem aldrei hefur verið stimplað sem geðsjúkt hefur tekist á við. Það virðist finna til blöndu af létti og ótta við hugmyndina að það sé ekki lengur veikt á geði. Við vonum að þetta líkan muni lyfta þessu umfjöllunarefni um að bati sé markmið sem geti náðst á ákveðnu tímabili heldur en að sá bati sé ævilangt ferli.

[1] „a person with paraplegia can recover even though the spinal cord has not. Similarly, a person with mental illness can recover even though the illness is not ‘cured.'“