Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Námskeið í andlegri endurlífgun (eCPR)

By mars 7, 2016No Comments

Næstu helgi verður haldið námskeið í andlegri endurlífgun (eCPR). eCPR er nálgun við að ná tengslum við aðra í gegnum tilfinningar. Aðferðin hefur reynst vel þegar fólk upplifir áföll eða er tilfinningalegar krísur í lífinu.  Þetta er líka frábær leið til sjálfskoðunnar og sjálfsvinnu með því að ná tengslum við aðra.

IMG_7615

Frá námskeiði í andlegri endurlífgun með Daniel Fisher sem haldið var í Hugarafli 2015.

Hvar;  Námskeiðið verður haldið í húsnæði Hugarafls, Borgartúni 22, 2. Hæð.

Hvenær; Laugardag 12. mars og sunnudag 13. mars frá 9:00 til 16:00

Námskeiðsgjald; 15.000 kr.  Bókin í íslenskri þýðingu er innifalin.

Leiðbeinendur; Einar Björnsson og Málfríður Hrund Einarsdóttir.  Leiðbeinendur eru með full réttindi til að kenna og þjálfa eCPR.

Andleg endurlífgun var þróuð af fólki sem hafði sjálft lært að komast í gegnum andlega erfiðleika og hafði samþætt þá reynslu í dýpri skilningi á sjálfu sér og öðrum.  Aðferðin nýtist til að veita öðrum stuðning sem eru að ganga í gegnum andlega erfiðleika eða krísu. Samkvæmt eCPR sjáum við krísu sem verðmætt tækifæri:  Í gegnum erfiðleikana getum við endurskoðað háttalag okkar í heiminum og endurskipulagt líf okkar svo að við séum í meiri takt við okkar dýpstu gildi. Þeir sem hafa lagt sitt af mörkum til Andlegrar endurlífgunar hafa lært hvað er hjálplegast þegar til lengri tíma er litið og einning hvernig snúa megi tilfinningalegum erfiðleikum í persónulegan þroska. Andleg endurlífgkrefst velheppnaðara sýnikennslu á tenglsum, valdeflingu og endurlífgun. Í gegnum samræður og hlutverkaleiki sköpum við umhverfi þar sem allir verða hluti af ,,námssamfélagi‘‘.

Meðlimir Hugarafls kynntust eCPR í gegnum Daniel Fisher sem hélt meðal annars námskeið hér á landi á síðasta ári.  Síðan þá hafa Einar og Fríða haldið námskeið með Daniel, meðal annars í Skotlandi og Póllandi.  Unnið hefur verið að þýðingu eCPR bókarinnar í Hugarafli á liðnum vetri og nú er verið að leggja lokahönd á það verk.

Takmarkaður fjöldi getur sótt námskeiðið.  Miðað er við að hámarki 15 manns.  Áhugasamir geta haft samband við Hugarafl eða skráð sig í andyri Hugarafls á 2. hæð í Borgartúni 22.