Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Kynning á starfi Drekaslóðar

By október 12, 2016No Comments

Miðvikudaginn 12. okt munu tveir Drekar stíga á stokk í Hugarafli og kynna öllum sem vilja hlusta fyrir starfi Drekaslóðar. Einnig verður kynnt nýfætt samstarf Drekaslóðar og Hugarafls sem er kærkomin viðbót við starf Drekaslóðar. Drekaslóð er vettvangur fyrir fólk sem vill vinna á afleiðingum hverskyns ofbeldis, fyrir konur og karlmenn. Við förum yfir söguna, tilganginn, hugmyndarfræðina og hve mikilvæg slík sjálfsvinna er til að bæta geðheilsu þeirra sem eru þolendur ofbeldis, því oftar en ekki er það geðheilsan sem brotnar við slíka reynslu.

Kynningin er eins og áður segir í Hugarafli, Borgartúni 22 og er opin öllum þeim sem vilja fræðast um þessi mál, kynna sér starfið eða bara til að forvitnast um hvað lítil grasrótarfélög eins og Drekaslóð, sem eru svo svipuð Hugarafli, eru að gera góða hluti.