Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Kvíði

By júlí 11, 2017mars 8th, 2018No Comments

Í þessum þætti ræða Þórður og Agla um kvíða og hinar ýmsu birtingarmyndir kvíða. Mörg orð í íslenskri tungu lýsa einhvers konar kvíðaástandi eins og óöryggi, beygur, stress, ónot, ótti, felmtur og ofsahræðsla. Þetta eru allt missterk form af sama viðbragðinu sem virkjast mismikið.

Sumir segjast aldrei vera kvíðnir en líklega finna þeir stundum fyrir líkamlegum einkennum sem talist geta til kvíða eins og magaverkjum og meltingartruflunum. Kvíði er talsvert líkamlegur í eðli sínu og því ekki skrítið að fólk geti álitið sig líkamlega veikt þegar kvíði verður mikill.

Á vef Kvíðameðferðarmiðstöðvarinnar, kms.is, má lesa nánar um kvíða.