Skip to main content
Klikkið

Klikkið – Einangrun

By júní 23, 2017janúar 8th, 2018No Comments

Þórður og Agla ræða um valdeflingu í þessum sjötta þætti Klikksins. Þau spjalla aðallega um áttunda valdeflingarpunktinn: „Að finnast maður ekki vera einn, finnast maður vera hluti af hópi“.

Valdeflingarpunktar eru hluti af batamódeli Hugarafls og hugmyndafræði Judi Chamberlin, og skilgreina hugtakið valdeflingu. Til að fræðast meira um valdeflingu er bent á undirvef Hugarafls um hugmyndafræðina.

Í seinni hluta þáttarins segir Magnús Friðrik Guðrúnarson sína sögu sem tengist inn í umræðuna um valdeflingu.

Hægt er að hlusta á Klikkið hér í á heimasíðu Hugarafls og í Hlaðvarpi Kjarnans. Hug­ar­afl er vett­vangur fyrir not­endur geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins og fag­fólk til þess að koma saman á jafn­ingja­grund­velli og vinna í bata­ferli með sjón­ar­mið vald­efl­ingar að leið­ar­ljósi. Í Klikk­inu er skjól­stæð­ingum Hug­arafls gefið tæki­færi til þess að deila reynslu­heimi sínum og skoð­un­um.