Skip to main content
Klikkið

Klikkið – Daniel Fisher

By október 24, 2017janúar 4th, 2018No Comments

Í þessum þætti af Klikk­inu má heyra við­tal við Daniel Fis­her sem Auður Axels­dóttir tók við hann á dög­un­um. Daniel Fis­her er geð­læknir frá Harvard Med­ical háskól­an­um. Hann er einn af fáum geð­læknum í heim­inum sem talar opin­ber­lega um reynslu sína af geð­sjúk­dóm­um.

Hann hefur þrisvar áður komið til Íslands með fyr­ir­lestra og vinnu­smiðjur á vegum Hug­arafls, en þær fjöll­uðu um hug­mynda­fræð­ina á bak­við Bata­mód­el­ið, þ.e. PACE mód­elið (Per­sonal Assistance in Comm­unity Existence) sem byggir á vald­efl­ingu (e. empowerment). Síð­ast kom Fis­her til lands­ins með nám­skeið í eCPR – and­legt hjarta­hnoð höfum við kosið að kalla það á íslensku – en það er lýð­heilsu­kennsla fyrir alla, þróuð til að kenna fólki að hjálpa öðrum í gegnum til­finn­an­lega krísu.

Fis­her er fram­kvæmda­stjóri National Empowerment Center í Boston. Hann fer víða um heim og ræðir reynslu sína auk þess sem hann hjálpar til að inn­leiða bata­hug­mynda­fræði.