Skip to main content
Fréttir

Jólakortin komin í sölu til styrktar Hugarafli

By nóvember 24, 2016No Comments

Gáttaþefur, Gluggagægir og Grýla skreyta jólakortin frá Hugarafli þetta árið.

Líkt og í fyrra er Hugarafl með jólakort til sölu og rennur allur ágóði sölunnar í að styrkja og efla starfið innan Hugarafls. Kortin eru hönnuð af Edduverðlaunahafanum Stefáni Jörgen Ágústsyni sem er virkur meðlimur í Hugarafli. Stefán hefur komið víða við á 26 árum sem listamaður.  Hann byrjaði 12 ára að gera grímur og brúður og 2009 fór hann að nýta sér tölvugrafík við hönnun á sínum skúlptúrum.  Stefán hefur unnið við kvikmyndir svo sem Mýrina, Wolfman og Edduna fékk hann fyrir Good Heart þar sem hann sá um skurðaðgerðarsenuna. Í samtali við Stefán sagðist hann hafa gripið tækifærið um leið og honum bauðst til að styrkja Hugarafl með hönnun á jólakortunum. Hann er innilega þakklátur fyrir það góða starf sem unnið er í Hugarafli og skiptir það hann miklu máli að geta gefið til baka á þennan hátt.

Kortin er hægt að kaupa í Hugarafli, Borgartúni 22.   Hægt er að kaupa stök kort á 100 krónur,  6 kort saman í pakkningu á 500 krónur eða 12 kort saman á 1.000 krónur.  Umslög fylgja með í pakkningunum.