Skip to main content
Fréttir

Jólabasar Hugarafls í Kringlunni 29. nóvember

By nóvember 26, 2015No Comments

Síðustu daga hafa meðlimir Hugarafls verið önnum kafnir við að undirbúa Jólabasar til styrktar Hugarafli.  Basarinn verður haldinn í Kringlunni á annarri hæð milli klukkan 13:00 og 18:00 sunnudaginn 29. nóvember, sem er einmitt fyrsti sunnudagur í aðventu.  Við munum mæta með ýmiskonar jólavarning sem búið er að útbúa.  Þar á meðal verða dýrindis kökur og tertur, handunnar jólaseríur og hurðakransar ásamt jólakortum sem hönnuð voru að Stefáni Jörgen Ágústsyni, Edduverðlaunahafa og félaga í Hugarafli.  Hér fyrir neðan má sjá nokkar myndir af því sem verður á boðstólnum hjá okkur.

Viðburðurinn verður auglýstur nánar á Fésbókarsíðu Hugarafls þegar nær dregur https://www.facebook.com/events/631853336956881/

Við hvetjum alla að kíkja á okkur í Kringluna á sunnudaginn og hjálpa okkur að búa til góða jólastemmningu á fyrsta degi aðventu.