Skip to main content
FjarfundirFréttir

Jafningjastuðningur fyrir Hugaraflsfélaga

Jafningjastuðningur, félagslegt pepp og tengsl skipta ennþá meira máli á tímum sem þessum. Í síðustu viku settum við því í gang tenglaverkefni fyrir Hugaraflsfélaga til að koma á móts við þessar þarfir.

Ef Hugaraflsfélagi saknar þess að geta ekki hitt fólk í húsnæði Hugarafls og myndi vilja heyra í vinalegri röddu til að styðja viðkomandi til að hefja daginn, þá er í boði að sækja um tengil.

Tenglar eru reynsluríkt Hugaraflsfólk sem eru reiðubúin til að styðja og hvetja félaga okkar áfram. Samstarfið er ákveðið í sameiningu hvers pars, en meðal annars væri hægt að taka stöðuna á morgnana, drekka saman kaffibolla, ræða hvað er á döfinni, fá SMS eða annað á dagvinnutíma.

Nýliðar í Hugarafli voru sérstaklega hvattir til að nýta sér þetta til að halda sambandi við starfið og fá stuðning við að koma sér af stað. Frekari upplýsingar um starfsemi Hugarafls má finna á hugarafl.is, í gegnum tölvupóstinn hugarafl@hugarafl.is eða í s: 414 1550 á dagvinnutíma.

Við komumst í gegnum þetta saman 💚