FjarfundirFréttir

Hugarró – opið samtal við Thelmu Ásdísardóttir

Hvað liggur þér á hjarta í tengslum við geðið, tilfinningar og almenna líðan á þessum tímum? Það getur skipt sköpum að ræða málin og þannig getum við stutt hvert annað við að komast í gegnum þetta tímabil saman.

Við í Hugarafli höfum boðið íslensku samfélagi upp á afslappað samtal um geðheilsu, tilfinningar og önnur tengd málefni á föstudögum kl. 11 þrjár vikur í röð og höldum ótrauð áfram í þessari viku.

Við munum senda beint út á facebook, föstudaginn 17. apríl kl. 11, þar sem Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi og einn af stofnendum Drekaslóðar mun leitast við að svara spurningum ykkar. Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta.
Við erum hér ♥

https://www.facebook.com/Hugarafl/