Skip to main content
FjarfundirFréttir

Hugarró – Bein útsending á morgun, föstudag!

Staðan í samfélaginu hefur ekki farið framhjá neinum og óvissan getur lagst þungt á sálina. Það getur hjálpað að ræða málin og hjálpast að við að komast í gegnum þetta tímabil saman.

Okkur langar því að bjóða þér og íslensku samfélagi upp á afslappað samtal við Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa, sem er ein af stofnendum Hugarafls. Við stefnum á að hafa fleiri svona viðburði með ólíkum viðmælendum.

Við munum senda beint út á facebook síðu Hugarafls, föstudaginn 27. mars kl. 11, og svara spurningum ykkar. Þar gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta.

Sjá viðburð hér;

https://www.facebook.com/events/690700378409908/