Hugaraflsfólk sýndi virðingu í verki á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem var haldinn hátíðlegur 10. október. Dagskráin hófst í andyri útvarpshússins við Efstaleiti. Síðan var gengið niður í Kringlu þar sem hátíðardagskrá fór fram á Blómatorginu. Mikið var um að vera í Kringlunni á Kringlukasti og margir komu við á kynningarborði Hugarafls til að kynna sér starfsemi okkar. Við þökkum öllum sem tóku virkan þátt í deginum og minnum á að 10. október er árlegur viðburður og því hægt að taka daginn frá strax fyrir næsta ár. Sjáumst þá!
- Hugaraflsbolirnir tóku sig vel út
- Blómaskreyting á Hugaraflsborðinu.
- Borgarstjóri Reykjavíkur flytur ræðu í útvarpshúsinu.
- Hugarafl lét sig ekki vanta í gönguna.
- Forsetinn er verndari dagsins.
- Ingibjörg Pálmadóttir var heilbrigðisráðherra fyrir 20 árum þegar dagurinn var fyrst haldinn hér á landi.
- Solla stirða var vinsæl hjá ungu kynslóðinni.
- Margir komu við og kynntu sér starfsemi Hugarafls og fengu sér konfekt.
- Eyrún Ósk Jónsdóttir las upp ljóð eftir Brynjar Orra Oddgeirsson unghuga.
- Pálmi Sigurhjartarson og Berglind Björk Jónasdóttir fluttu tónlist
- Töframaðurinn Jón Víðis fékk góða aðstoð við töfrabrögðin.
- Gunnar á Völlunum var kynnir á Blómatorginu.
- Kátt Hugaraflsfólk í Kringlunni.
- Borgarstjórinn kom við hjá okkur.
- Veðurguðirnir sýndu virðingu í verki.
- Flottur kynningarbás hjá Hugarafli.