Skip to main content
Fréttir

Hugarafl á 10. október

By október 13, 2015No Comments

Hugaraflsfólk sýndi virðingu í verki á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem var haldinn hátíðlegur 10. október.  Dagskráin hófst í andyri útvarpshússins við Efstaleiti.  Síðan var gengið niður í Kringlu þar sem hátíðardagskrá fór fram á Blómatorginu.  Mikið var um að vera í Kringlunni á Kringlukasti og margir komu við á kynningarborði Hugarafls til að kynna sér starfsemi okkar.  Við þökkum öllum sem tóku virkan þátt í deginum og minnum á að 10. október er árlegur viðburður og því hægt að taka daginn frá strax fyrir næsta ár.  Sjáumst þá!