Skip to main content
FjarfundirFréttir

Hópastarf Hugarafls í fullum gangi

Hópastarf Hugarafls er enn í fullum gangi þó nú fari það fram í gegnum fjarfundarbúnað!

Hugaraflsfélögum stendur til boða daglegir jafningjahópar í gegnum Zoom. Hingað til höfum við haft hóp sem ræddi markmið, viðhald rútínu og áframhaldandi sjálfsvinnu í breyttu landslagi, batahugmyndafræðina, valdeflingu, bókaklúbb og hlaðvarp Hugarafls.

Við höfum einnig haldið Unghugafund og Hugaraflsfund, en þar móta félagar starfsemina, ræða áherslur og vinna að verkefnum. Í gær prófuðum við líka að vera með sjálfsstyrkingarnámskeið á netinu fyrir þau sem höfðu skráð sig. Það felast mörg tækifæri í því að læra betur inn á fjarfundatæknina og hvernig hægt sé að hafa stuðningshópa í gegnum netið. Við erum bjartsýn á framhaldið og erum rétt að byrja!