Skip to main content
Fréttir

Hlegið um allan bæ til styrktar Hugarafli

By febrúar 6, 2018No Comments

Fyrsta skosk/íslenska uppistandshátíðin, „Scotch on Ice“ verður haldin í Reykjavík 8.-10. febrúar.  Hópur grínista frá Skotlandi ætlar þá að sækja Íslendinga heim til að kynnast íslensku gríni og hjálpa okkur að hlæja í skammdeginu. Íslenskir uppistandarar slást í hópinn á sýningunum því ef einhverjar tvær þjóðir eiga samleið í gríni, þá eru það Ísland og Skotland!

Uppistandshátíðin stendur yfir í þrjá daga og hefst á Gauknum fimmtudaginn 8. febrúar, kl. 21:00. Á föstudeginum verður svo uppistand í Gamla bíó kl.20:00 og hátíðin endar í Hörpunni, laugardaginn 10. febrúar, kl. 20:00.  Fjölmargir íslenskir og skoskir grínistar munu kitla hláturtaugar okkar þessa daga eins og sjá má í meðfylgjandi auglýsingu.  Samkvæmt henni verður allt efni flutt á ensku með íslenskum eða skoskum hreim eftir því sem við á 😀

Scotch on Ice uppistandshátíðin ætla að styðja við bakið á Hugarafli og styrkja um leið alvöru valdeflingu, jafningjasamstarf og batanálgun félagasamtakanna að bættu geðheilbrigði fyrir alla.   Allir sem kaupa miða á sýningarnar geta valið að styrkja Hugarafl um 500 krónur eða meira.  Hugaraflsfólk mun ekki láta sig vanta á sýningarnar og við hvetjum fólk til að koma og hlæja með okkur.  Og endilega bjóðið einhverjum á uppistand sem þarf að hlæja!