Skip to main content
FjarfundirFréttir

Heimsókn til Hugaraflsfélaga – beint streymi í dag

Langar þig að kíkja í heimsókn til Hugaraflsfélaga?

Staðan í samfélaginu hefur takmarkað ferðir okkar og breytt leiðum til að halda í þýðingarrík tengsl og samskipti. Við í Hugarafli búum svo vel að eiga fjölda hæfileikaríkra félaga sem eru reiðubúin til að bjóða alþjóð í rafræna heimsókn. Hugmyndin er að veita smá krydd í tilveruna með tónlist, söng, handverki eða annarri sköpun.

Við munum senda út í beinu streymi á likesíðu Hugarafls þriðjudaginn 5. maí kl. 14 og reikna má með að heimsóknin vari í tæpan hálftíma.

Í þetta skiptið býður Sigurboði Hugaraflsfélagi ykkur í heimsókn. Sigurboði er fjölhæfur tónlistarmaður sem sérhæfir sig í norrænum kveðskap og hefðum. Hann mun flytja nokkur lög úr Eddukvæðum og fleiri fornum ljóðum.

Útsendingin verður hér klukkan 14:00

https://www.facebook.com/Hugarafl/