Lífið er skóli allt okkar líf. Hvers virði eru lífsgildin í lífi okkar ef við lærum aldrei neitt af okkar lífsins gönguför?
Lífsgæði okkar og kostir hvers og eins eru ekki meðfæddir eða sjálfgefnir heldur lærðir og sjálfskapaðir með visku okkar að læra af lífi okkar sjálfs. Vöxtur og breytingar sem taka aldrei enda og eru sjálfsprotnar.
Í þessum punkti viljum við leggja áherslu á að valdefling sem er endurhæfing er ekki áfángastaður heldur ferðalag og langtíma nám. Enginn hefur náð einhverju endamarki, þar sem ekki er þörf á frekari vexti og breytingum.
Nám er menntun, menntun og fræðsla eru alltaf af hinu góða fyrir hvern og einn. Menntun sem gefur af sér visku og þekkingu eyðir fordómum, fordómar þrífast best hjá þeim sem ekki lærir. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir og hafðu ávallt hugfast að líf þitt er skóli þinn og kennir þér það sem mikilvægast er, að læra á sjálfan þig.
Þetta styrkir þig í því að takast á við lífið og leysa þín dagsdaglegu verkefni, sem hverjum og einum er fólgið, hvern einasta dag. Okkur eru fengin misstór verkefni ásamt því að þau eru misþung verkefnin sem við tökumst á við og það kennir okkur einnig að forgangsraða verkefnunum í rétta röð sem skilar góðum árangri. Okkur ber ávallt að muna og hafa að leiðarljósi það sem við lærum fyrst, sem er að passa alltaf vel uppá okkur sjálf og það nauðsynlega heilbrigði sem er hin heilaga þrenning: og góður samfelldur svefn, gott og hollt mataræði í hverri máltíð á hverjum degi og ástunda góða hreyfingu á hverjum degi. Mikilvægt er drekka mikið af vatni og sneiða eins og kostur er hjá sykri, kaffi og vímugjöfum.
Að vera jákvæður með létta lund í núinu á líðandi stund gerir öllum gott ásamt því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, einnig er gott að temja sér að hafa aðgát í nærveru sálar. Ég, þú og við öll við lærum svo lengi sem við lifum, við lærum það að við stöndum aldrei ein og um leið og við berum okkur eftir hjálpinni er okkur rétt hjálparhönd, kæri vinur.
Eftir Svein Þorsteinsson og Sigrúnu Vigdísi Viggósdóttir fyrir hönd Hugarafls.
Greinin er þriðja greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10.
19.03.2015Ritstjórnannabirgis@heilsutorg.is