Skip to main content
Fréttir

Hallgrímur okkar fer víða

By október 1, 2015No Comments

DVD_Hallgrímur-IIHeimildamyndin „Hallgrímur a man like me“ hefur nú yfir 5.000 áhorf víðs vegar á veraldarvefnum.   Myndin hefur verið þýdd á ensku, þýsku, rússnesku og ungversku og hefur boðskapur um bata og valdeflingu sem kemur fram í myndbandinu vakið athygli víða um heim.  Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðu okkar hefur myndin hlotið verðskuldaða athygli og var m.a. sýnd á kvikmyndahátíðinni „Mad film festival“ Boston í Bandaríkjunum. Þar fékk myndin sérstakan sess og var „heiðursmynd“ hátíðarinnar. Góðvinur okkar Bob Whitaker(höfundur bókanna „Mad in America“ og „Anatomy of an epidemic“) stóð fyrir kvikmyndahátíðinni og nú á næstunni verður haldin önnur hátíð í sama dúr; „Driving Us Crazy“ í Gautaborg. http://drivinguscrazy.se/today-the-film-festival-pin-arriv…/

Myndin um Hallgrím er einnig notuð í kennslu í félagsfræði hjá Borston University og grunn-og framhaldsskólum hér á landi.

Fyrir fyrir skömmu komu kvikmyndagerðarmennirnir  Júlia Halász og Matyas Kalman til okkar í heimsókn frá Ungverjalandi til þess að fræðast um Hugarafl.  Þau eru að vinna að heimildarmynd sem nefnist Gluggi Norðursins (Opening North) á vegum 444.hu sem er einn af stærri fréttavefum í Ungverjalandi.   Afrakstur heimsóknarinnar mun birtast þar á næstu mánuðum.  Hugmyndafræði valdeflingar og bata hafa því ekki eingöngu áhrif á íslenskt samfélag heldur berast hugsjónirnar Hugarafls víða um heim.