Skip to main content
Fréttir

Góðar gjafir frá Advania

By desember 13, 2018No Comments

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania og Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls stilltu sér upp fyrir myndavélarnar þegar tölvurnar voru afhentar.

Málfríður Hrund Einarsdóttir tók á dögunum við veglegum gjöfum frá Advania.  Um er að ræða tvær öflugar tölvur með öllu tilheyrandi. Advania er eins og flestir vita leiðandi fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og veitir viðskiptavinum áreiðanlega ráðgjöf og þjónustu á því sviði.  Fyrirtækið hefur tekið upp þann góða sið að færa slíkar gjafir til styrktar góðum málefnum í stað þess að senda viðskipavinum konfektkassa fyrir jólahátíðina.

Hugarafl vill nota tækifærið og þakka starfsfólki Advania fyrir velvildina og tölvurnar sem munu koma sér einkar vel fyrir nýtt upphaf sem blasir við starfi Hugarafls á nýju ári.