Skip to main content
Fréttir

Geðveikt kaffihús 2.maí hjá Hugarafli í Hinu húsinu 13:00-17:00

By apríl 27, 2015No Comments

Kæru vinir!
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á undirbúning Geðveiks kaffihúss í tilefni af listahátíðinni List án Landamæra. Frábær skemmtiatriði, upplestur, tónlist og gleði. Elskulega eurovision söngkonan okkar, María Ólafsdóttir, ætlar að koma og taka lagið, Hugarró leikur, Skúli mennski stekkur uppá svið, Héðinn Unnsteinsson les úr nýútkominni bók sinni, skáldið Hylur Hörður les ljóð og fleiri listamenn stíga á stokk! Gleði, góð stund og slatti af geðslegu gríni. Kaffi og kökur á boðstólnum. Vonumst til að sjá ykkur öll á laugardag!!