Skip to main content
Greinar

GEÐRASKANIR ERU EKKERT TIL AÐ SKAMMAST SÍN FYRIR

By október 21, 2013No Comments

Allir eiga það á hættu að veikjast á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Fjöldinn allur af fólki glímir við sykursýki,

asma, blóðþrýstingsvandamál og hjartasjúkdóma. Andleg veikindi eru hins vegar ekki síðra vandamál í samfélaginu,

en þau hafa verið mikið í umræðunni síðustu misseri. Fólk þekkir þessa gerð veikinda misvel, en á árum áður ríktu

oft miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeim sem við þær glímdu. Jafnvel má finna vott af þessum fordómum

í samfélaginu en þann dag í dag. Monitor fór á stúfana og kannaði þrjár gerðir geðraskana, en þær eru þunglyndi,

kvíðaröskun og geðhvarfasýki. Rætt var við tvo unga einstaklinga sem hafa glímt við þessa sjúkdóma og voru þeir

fúsir að miðla sinni reynslu.Viðmælendur voru sammála um að erfiðustu fordómarnir í tengslum við geðraskanir

væru manns eigin og að nauðsynlegt væri að leita sér alltaf hjálpar frekar en að byrgja vandamálin inni.

ÞUNGLYNDI

• 15-25% einstaklinga geta búist við því að verða þunglyndir einhvern tímann á ævinni.

• Þunglyndi byrjar snemma á ævinni, mjög oft á bilinu 18-30 ára

• Á hverjum tímapunkti glíma um 12-15 þúsund Íslendingar við þunglyndi.

• Þunglyndi hefur margvísleg einkenni, en það getur dregið úr lífsgleði og framtaki, lækkað geðslag og hægt á hugsunum og atferli

• Þunglyndi er ekki „væl“ eða „aumingjaskapur“ fremur en sykursýki, asmi eða of hár blóðþrýstingur

• Þunglyndi tengist oft kvíðaröskunum og áfengissýki þó það sé alls ekki algilt

• Þunglyndi er oftast læknanlegt og árangur meðferðar er engu minni en í öðrum

sjúkdómum

 

GEÐHVARFASÝKI

ÞUNGLYNDI

• 15-25% einstaklinga geta búist

við því að verða þunglyndir

einhvern tímann á ævinni.

• Þunglyndi byrjar snemma

á ævinni, mjög oft á bilinu

18-30 ára

• Á hverjum tímapunkti

glíma um 12-15 þúsund

Íslendingar við þunglyndi.

• Þunglyndi hefur margvísleg

einkenni, en það getur dregið

úr lífsgleði og framtaki, lækkað

geðslag og hægt á hugsunum og

atferli

• Þunglyndi er ekki „væl“ eða „aumingjaskapur“

fremur en sykursýki, asmi

eða of hár blóðþrýstingur

• Þunglyndi tengist oft kvíðaröskunum og áfengissýki

þó það sé alls ekki algilt

• Þunglyndi er oftast læknanlegt og árangur

meðferðar er engu minni en í öðrum

sjúkdómum

GEÐHVARFASÝKI

• Geðhvarfasýki er oft líkt við andlegan rússíbana

• Geðhvarfasýki greinist oftar meðal ungs fólks en gamals

• Eins og flestar geðraskanir leggst geðhvarfasýki á fólk með mjög ólíkum hætti

• Geðhvörf skiptast á með maníuköstum og djúpu þunglyndi sem fylgir nánast alltaf beint á eftir

• Manía er skaptruflun sem einkennist af óeðlilegri spennu, örlyndi, málgleði, athyglisbresti og tapi á raunveruleikatengslum

• Maníuköstin eru persónubundin, sumum líður gríðarlega vel og upplifa þau sem alsælu á meðan aðrir verða hræddir og kvíðnir þegar þau ríða yfir

• Manía leiðir almennt ekki af sér ofbeldi eða ógnanir

• Þunglyndi er algengara einkenni geðhvarfasýki en manía og margir sjúklingar finna ekki fyrir maníu að neinu ráði

• Þunglyndið er svipað hefðbundnu þunglyndi í einkennum, í verstu tilfellunum geta fylgt sjálfsvígshugsanir

• Einstaklingar með geðhvarfasýki eru ekki hættulegir eða varasamir og engin ástæða er til að „óttast“ þá að neinu leyti

KVÍÐARÖSKUN

• Erlendar rannsóknir sýna að um 4-7% einstaklinga þjáist af almennri kvíðaröskun einhvern tíma á ævinni

• Talið er að þessi tala sé nokkru hærri hérlendis

• Kvíðaröskun einkennist af því að einstaklingar finna fyrir langvarandi kvíða og spennu án þess að raunveruleg ástæða sé til

• Kvíðaröskun og þunglyndi haldast gjarnan í hendur

HUGARAFL

• Hugarafl var stofnað árið 2003

• Samtökin veita stuðning í bataferli og stefna að því að efla geðheilsu og tækifæri fólks með geðraskanir í daglegu lífi

• Meðlimir í Hugarafli kalla sig notendur frekar en sjúklinga

• Fundir eru haldnir í hverri viku innan samtakanna

• Hugarafl leggur sig mikið fram við að minnka fordóma fyrir

geðröskunum og fólki sem þjáist af þeim

• Geðfræðslan er verkefni þar sem meðlimir hugarafls fræða framhaldsskólanemendur um geðraskanir og segja frá sínum reynsluheimi

• Unghugar eru hópur ungs fólks með geðraskanir

• Ýmsar uppákomur, fundir, spilakvöld og partý eru haldin innan hópsins

• Hugarafl starfrækir heimasíðuna www.hugarafl.is þar sem má nálgast allar frekari upplýsingar

Heimildir: Embætti Landlæknis/Vísindavefurinn/Hugarafl/Áttavitinn