Skip to main content
FjarfundirFréttir

Geðráð – Samstarf við Heilbrigðisráðuneyti

Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir samstarfi við Hugarafl og Geðhjálp og stofnað var svokallað Geðráð v. Covid-19. Ætlunin er að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem býðst og eins athuga hverju sinni hvernig brugðist er við í okkar samfélagi. Unnið er að tengslaneti við landsbyggðina og hugað að því hverju sinni hvar megi bæta og koma inn nýjum hugmyndum. Við hittumst því vikulega með ráðuneytinu og farið er yfir stöðu mála hvað varðar geðheilsu landsmanna. Bæði Hugarafl og Geðhjálp hafa brugðist sérstaklega við vegna aðstæðna, veitt er aukin ráðgjöf og stuðlað að því að hafa aðgengi fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem leita aðstoðar. Hægt er að finna allar upplýsingar um aðstoð félagasamtaka á www.covid-19.is og finna hvernig hægt er að leita þjónustu.

Málfríður Hrund Einarsdóttir formaður Hugarafls og Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri, sitja fundina fyrir hönd Hugarafls og ganga mjög einbeittar til leiks eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd.

Hér má sjá fréttatilkynningu sem var send út í dag „Hugað að geðheilsunni á tímum COVID-19“ þar sem m.a. er fjallað um tímabundna geðráðið:

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=7c018699-7f38-11ea-9464-005056bc4d74