Skip to main content
FjarfundirFréttir

Fréttatilkynning frá Hugarafli

Hugarafl sinnir félagsmönnum með öflugri þjónustu daglega í gegnum fjarfundarbúnað.

Öflug dagskrá hefur verið sett upp til að sinna félagsmönnum Hugarafls á meðan samkomubanni stendur. Lögð er áhersla á að bataferlið og endurhæfing haldi áfram þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður.

Á þriðja hundrað félagsmanna geta nýtt sér þennan stuðning hvar sem þeir eru staddir á landinu.

Daglegar vinnusmiðjur eru haldnar í gegnum Zoom og sett hefur verið upp öflug dagskrá sem byggir á sjálfsvinnu, bjargráðum og er hvatning í bataferlinu. Félagsmenn og aðstandendur sækja einnig viðtöl á staðnum eða í gegnum fjarfundarbúnað.

Tenglakerfi Hugarafls hefur einnig verið virkjað og félagsmenn geta fengið jafningjastuðning í formi símtals, spjalls og samskipta í gegnum netið.

Þessi mikilvæga reynsla hefur sýnt fram á auðvelda leið sem Hugarafl hyggst nota í framtíðinni til að halda sambandi við þá fjölmörgu félaga sem búa víðs vegar um landið. Það felast mörg tækifæri í fjarfundartækninni og dýrmætt að geta haft fræðslu, ráðgjöf og stuðningshópa í gegnum netið. Við erum bjartsýn á framhaldið og erum rétt að byrja!

Að lokum; Hugarró með Hugarafli er opinn viðburður á facebooksíðunni Hugarafl Lágmúla föstudaginn 27.mars 11:00-12:00.

 

Með kærri kveðju!

Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri Hugarafls

Gsm. 6637750

audur.axelsdottir@gmail.com