FjarfundirFréttir

Dagskrá yfir páskana

Við höfum fært alla jafningjahópa og lykildagskrárliði yfir á fjarfundabúnað frá upphafi samkomubanns. Í hverri viku gefum við út nýja dagskrá fyrir virka Hugaraflsfélaga þar sem við erum sífellt að breyta, bæta við og þróa starfsemina í samræmi við líðandi stund.

Enn meira er í boði í Hugarafli en sést á dagskránni þar sem persónulegur stuðningur fagaðila, jafningjastuðningur og fundir verkefnavinnuhópa eru einnig í fullum gangi. Við erum stolt af því hvernig við höfum tekist á við samfélagsaðstæðurnar og sýnt mikinn sveigjanleika.

Í þessari viku eru tveir rauðir dagar vegna páskanna. Okkur þykir gífurlega mikilvægt að starfsemi falli ekki algjörlega niður þar sem það hefur líklega aldrei skipt meira máli að hafa einhverja rútínu, festu í lífinu og reglulegt samneyti við fólk sem skilur hvað við göngum í gegnum. Af þessum ástæðum munum við halda ótrauð áfram með dagskrá alla daga þessarar viku 💪

*Texti frá facebook síðu Hugarafls, Svava skrifaði*