Skip to main content
Greinar

Bakland sem bregst

By November 23, 2017December 19th, 2017No Comments

Alvöru bakland. Málfríður Eindarsdóttir með Hugaraflsfólki. (Mynd/Stundin)

Formaður Hugarafls skrifar:
Það er ekki á hverjum degi sem starf á sviði geðheilbrigðismála fær æðstu viðurkenninu þjóðarinnar, Fálkaorðuna, en það hefur gerst einu sinni. Það gerðist 17 júní 2017. Það var starfsmaður innan Heilsugæslunnar eða Forstöðukona Geðheilsu-eftirfylgdar ( GET ) Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi sem hana hlaut. Fyrir 14 árum síðan fór sú hugsjónakona af stað með hugmynd um að stofna teymi fagfólks sem myndi vinna náið með félagi notenda, Hugarafli. Það félag var m.a. hugsað sem stuðningur við teymið til að hjálpa fólki út úr félagslegri einangrun, til að eiga kost á þáttöku í sjálfshjálparhópum, og ekki sýst að finna heilsu sinni farveg meðal þeirra sem þekktu til á eigin skinni.

Hugarafl hefur frá byrjun verið baráttuhópur fyrir bættri þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Einnig var hugmynd með þeirri samvinnu að auka aðgengi fólks beint að þeirri þjónustu sem vantar oft á tíðum, fækka flöskuhálsum þannig að allir þeir sem í lappir gátu naumlega staðið gátu gengið sér inní aðstoð, án biðlista, án endalausrar pappírsvinnu, án þess að þurfa að endurtaka erindi sitt í sí og æ og ekki síst án þess að hafa uppáskrifaðan seðil um alla þá flokka sem þú tilheyrðir, þ.e geðgreiningarpappíra. Heilsugæslunni leyst svona líka vel á þetta að þau vildu endilega hýsa þetta „consept“ og sannfærðu Auði á þeim tíma um ágæti þeirrar hugmyndar. Það var borið þannig á borð bæði að það væri svo gott bakland að hýsa hugmyndina að geðheilsuteymi inná Heilsugæslunni. Bakland fyrir teymið og bakland fyrir Hugarafl. Í þessi 14 ár hefur lítið borið á baklandinu nema Hugarafl hefur fengið húsaskjól, kaffi og wc pappír að vild. Ekki misskilja, þetta er heill hellingur, en það er ekki eins og það komi ekki eitthvað á móti. Hugarafl hefur ávallt veitt jafningjastuðning þeim sem í starfið leita og verið almennt stuðningur við teymið og þau við okkur. Ómælt framlag hefur komið frá Hugaraflsfólki, við höfum séð um alla símsvörun fyrir teymið, séð um að leiða fólk frá teyminu inní hópastarf Hugarafls, séð um almenna umsjón á húsnæði. Það hefur hins vegar verið hálfgerður dragbítur að vera hýst í húsnæði okkar hjá ríkiseignum ( hæð í leigu Heilsugæslu ). Þá aðallega við að afla fjár til að stunda þá starfsemi sem fram fer innan veggja stöðvarinnar. Það er eins og hafi verið almennt álit að við hefðum það bara svo huggulegt vegna Heilsugæslu-húsnæðis. Það er bara vangavelta sem oft hefur komið upp hjá mér hvort þetta sé ástæða þess að við höfum fengið minni hlut af kökunni fínu sem frjálsum félagasamtökum og einu stk einkahlutafélagi í geðheilbrigðismálum er úthlutað. Svo hef ég einnig velt fyrir mér hvort það sé vegna sögusagna kvenna innan þessa geira, jú ef þið vissuð ekki þá er það líka til í geðinu svona “smjattpattar” sem nærast á að búa til illmælgi um náungann, sérstaklega ef náunginn er ekki sammála og setur mörk, þá er voðinn vís. Það er svona sem á ekki að þrífast en gerir samt og það á kostnað málstaðarins því miður. En þetta eru bara vangaveltur formanns um áhrif þessara staðreynda á félagið sem honum þykir vænt um.

Í ágúst s.l fór undirrituð til USA á stóra ráðstefnu á sviði geðheilbrigðismála. Þangað var okkur boðið að koma og ekki bara það heldur líka að vera þar með vinnustofur og erindi. Þar fór ég ásamt Iðjuþjálfa frá Hugarafli. Við kynntum þar Geðfræðslu Hugarafls, Bata og síðast en ekki síst samstarf Hugarafls og Geðheilsu-eftirfylgdar. Í þessari ferð fórum við til að segja frá hvernig þetta starf færi fram, hlutverk Hugarafls í samstarfinu og ekki síst hvað þetta hafi reynst vel. Mér fannst það kaldhæðnislegt en líka örlítil hræsni að fara með slíkan fyrirlestur vitandi að það lægi fyrir að leggja ætti samstarfið og GET niður. Þarna ytra töluðum við fyrir galopnum augum líkt og Ísland væri paradís geðsjúkra. Grasrót þar ytra þóttir mikið til koma og miklir möguleikar þykja liggja hér sökum smæðar okkar, til að gera allskonar öðruvísi, hluti sem virka og líka hluti sem virka ekki. Þar ytra kom líka fram að búið er að „gjaldfella“ orðið „BATI“ og stefnir í það sama með hlutverk og orðið „NOTANDI“. Ég segi þá bara mögulega BINGÓ eigum við að fara sömu leið hér heima? Það er ekki oft sem við fáum að flagga frábæru Íslensku geðheilbrigðisstarfi á erlendri grundu en því sem hér hefur verið flaggað í 14 ár og býr yfir gríðarlegri reynslu skal nú leggja niður. Því spyr ég mig, má bara hreinlega ekki ganga vel ?? Þetta flotta flagg hefur verið skoðað frá Póllandi, Rúmeníu, USA og Norðurlöndum og þaðan kemur fólk sem nánast vill afrita” stöðina GET og Hugarafl til sín.

Mig langar að spyrja útí það sem fram kemur í viðtali í mbl 12.nóv s.l en þar segir Svanhvít, forstjóri Heilsugæslunnar að ekki sé verið að leggja niður þjónustu við einstaklingana. Þá langar mig að spyrja, hvernig ætlar teymi vestur-og miðbæjar sem væntanlega fer rólega af stað að sinna þeim sem munu leita þangað auk þeirra 90 einstaklinga sem GET sinnir í dag ?? Hvað verður um t.d endurhæfingaráætlanir þeirra sem þær hafa og eiga lífsviðurværi sitt undir því að fagmaður haldi utanum áætlunina?? Einnig segir Svanhvít að GET verði felld inní nýja teymi vestur-og miðbæjar, þá spyr ég hvernig má það vera þegar það á að þurrka út það teymi sem fyrir er og þeir sem starfa þar verða ekki starfandi í neinu af nýju teymunum ?? Munu iðjuþjálfar vera ráðnir líka? Getur notandi valið að fara til iðjuþjálfa ef honum hugnast það betur en að fara til sálfræðings? Í þeirri aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem Svanhvít vitnar í og var samþykkt á Alþingi 2016 er talað um að teymin skuli vinna eftir humyndafræði Valdeflingar. Í skýrslu vinnuhóps um þróun teyma innan Heilsugæslunnar er erfitt að sjá áherslur Valdeflingar og þar er einnig að finna setningu; “Leitast verður við að vinna eftir batahugmyndafræði”. Veikt orðalag að mínu mati, svo ekki sé meira sagt. Eitt af grundvallaratriðum Valdeflingar er að fólk hafi val, val um meira en hvað það hefur í kvöldmat hverju sinni, val um alvöru mál sem tengjast lífinu á borð við, val um hvaða úrræði þú nýtir þér, val um þau lyf sem þú tekur inn en til að hafa val verður maður að vita líka hvað er í boði. Valdefling snýst líka um að mæta fólki þar sem það er statt, ekki setja alla í sömu hólfin. Í fyrrnefndri aðgerðaráætlun er talað 16 sinnum um samstarf við notendasamtök en hér er verið að rjúfa samstarf GET við Hugarafl. Samræmist ekki beinlínis aðgerðaráætlun. Ég tel að með þessum hætti sé verið að veikja það samstarf þar sem aðgengi verður erfiðara fyrir þann sem notar þjónustuna og höfum það í huga að í mörgum tilfellum er viðkomandi mjög veikur og þá lendir það í hlut aðstandenda að leyta eftir aðstoðinni. Ég sé einfaldlega þetta dæmi ekki ganga upp nema jú kerfið verður þyngra!!

Ein vangavelta í lokin; þegar samningur um GET og Hugarafl var gerður í upphafi fylgdi ákveðið fjármagn sem síðan þá hefur verið eyrnamerkt starfinu. Forstöðukona GET átti sjálf frumkvæði að starfsseminni og fjármagn var veitt frá þáverandi Samninganefnd heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Er það bara alveg í góðu lagi núna 15 árum seinna, að henda teyminu með frábæru fagfólki innanborðs á guð og gaddinn, allri þeirri dýrmætu reynslu sem er þar innanborðs við að hjálpa fólki útí lífið eftir andlega erfiðleika, hunsa baklandið sem átti að sýna Hugarafli með samningnum, EN taka þá peninga til sín sem fylgdi samningnum? Ekki það að ekki vanti pening inní kerfið jú vissulega, en ég spyr mig um siðferði þess að henda mannauðnum og reynslu á glæ til að taka peninga til að búa til nýtt teymi í stað þess að fullnýta það sem fyrir er. Er það bara smart í dag þegar geðbatteríið er ekki að drukkna í peningum að búa til nýtt endalaust ?? erum við ekki orðin leið á svoleiðis?? Við erum nefnilega ekki bara að tala um peninga hér heldur MANNSLÍF. Stuðningur og meðferð er þá í uppnámi og hvert eiga viðkomandi einstaklingar að leita?? Það er mín sýn á þessa stöðu að þetta muni þýða fyrir mitt fólk ( Hugaraflsfólk ) að þeir sem hafa nýtt samvinnu við teymið, að fagaðili sem sér um þeirra endurhæfingu verður ekki til staðar, það byrjar á byrjunarreit með sýna sögu, þarf að hitta, kynnast og mynda tengsl við enn annan fagmann til að sjá um sín mál, til hvers ? jú til að búa til flunkunýtt í stað þess gamla…..sem hefur BARA fengið viðurkenningu sem heitir Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.

Þar sem undirrituð er alin upp við kurteisi og góða mannasiði langar mig að geta þess að það rigndi ekki inn hamingjuóskum á lágvaxna stóra fálkaorðuhafan, ekki eitt orð frá HH…….. hefði ekki verið dulítið smart alla vega að senda henni blóm í stað þeirra köldu kveðju að leggja ætti þetta verðlaunaða starf niður.