Skip to main content
FjarfundirFréttir

Aukin þjónusta ef heimilið er ekki öruggt skjól frá ýmis konar ofbeldi

Sums staðar reynist heimilið ekki öruggt skjól frá ýmis konar ofbeldi. Aukin viðvera í sama takmarkaða rýminu og álag vegna núverandi samfélagsaðstæðna geta gert aðstæður enn verri.

Okkur þykir gott að geta bent á eftirfarandi aðila sem veita þjónustu í þessum málum. Sum þeirra eru jafnvel að auka þjónustu vegna þessara tíma, t.d. bjóða samstarfsaðilar okkar í Drekaslóð í fyrsta sinn upp á hjálparlínu í þessum efnum.

-Bjarkarhlíð Reykjavík s: 553 3000
-Bjarmahlíð Akureyri s: 551 2520
-Drekaslóð s: 551 5511, mánudaga – fimmtudaga milli kl. 13- 16
-Hjálparsími Rauðakrossins s: 1717
-Kvennaathvarfið s: 561 1205
-Stígamót s: 562 6868 / 800 6868

Heimilisfriður er með meðferð fyrir karla/konur sem beita ofbeldi, síminn þar er 555 3020