Skip to main content
Fréttir

Andlegt hjartahnoð, kynning hjá Hugarafli 12.október vel sótt.

By október 13, 2016No Comments

IMG_0620Kynning á Andlegu hjartahnoði var vel sótt hjá Hugarafli. Einar, Fríða og Auður kynntu markmið og námskeiðin í eCpr við góðar undirtektir. Þátttakendur voru mjög áhugasamir og skráning á næsta námskeið er góð.

Andlega hjartahnoðið byggir á nálgun sem Hugaraflsfólk hafa tileinkað sé undanfarin ár með aðstoð Dan Fishers og hlotið þjálfun í. Fram fer samtal/nánd sem byggir á tengingu við tilfinningar og nýtist vel einstaklingum sem eru að ganga í gegnum tilfinningalegt álag. Einstaklingi er mætt með nánd, samlíðan og samveru á jafningjagrunni. Einar, Fríða og Auður hafa lokið þjálfun og munu í nánustu framtíð þjálfa í Evrópu. Við erum að vonum ákaflega stolt yfir því að þeir þrír þjálfarar sem hafa lokið þjáflun í Evrópu komi frá Hugarafli og einnig munum við stuðla að því að halda sem flest námskeið fyrir landann.