Skip to main content
Fréttir

Ævintýradagur í Hörpu með Sinfó

By febrúar 16, 2018No Comments

Nokkrir Hugaraflsmeðlimir tóku fimmtudaginn 15. febrúar alveg eldsnemma og mættu í Hörpuna að hlusta á opna æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.  Hópurinn fékk líka góða kynningu á starfi sveitarinnar og leiðsögn um húsakynni Hörpunnar.

Sinfóníuhljómsveitin gaf Hugarafli 30 miða á tónleikanna um kvöldið og dágóður hópur tók kvöldið frá og naut þess að hlusta á Silfurfljótið,eftir Áskel Másson, Svítuna um Kijé liðsforingja og sjöttu sinfóníu Shostakovitsj undir stjórn Osmo Vänskä.   Hugarafl vill koma á framfæri innilegum þökkum til Sinfóníuhljómsveitarinnar og Hörpunnar fyrir frábærar móttökur og mikinn rausnarskap.  Takk fyrir okkur!

Frá tónleikunum 15. febrúar, 2018 (Mynd: Kristinn)