Aðalfundur Hugarafls var haldinn í gær.
Það var afar vel mætt á fundinn og fjöldi Hugaraflsfólks var í framboði til framkvæmdastjórnar. Nokkur buðu einnig sig fram sem varamenn framkvæmdastjórnar. Fundurinn tókst með ágætum og framboðsræðurnar voru sérlega skemmtilegar.

Fundurinn var vel sóttur.
Þegar formlegum atriðum lauk var boðið uppá önnur mál eins og vera ber. Í lok svona dags má segja að okkur líði afar vel með virkni félagsmanna og innra starfið, erum raunar mjög stolt af starfinu okkar og þátttöku félagsmanna sem hefur verið frábær.

Sú stjórn sem lauk lauk störfum fékk bestu þakkir fyrir framlag sitt og ný stjórn var boðin innilega velkomin.
Við lítum björtum augum á framtíðina með nýrri og kröftugri stjórn félagsins.
Nýja stjórn Hugarafls skipa:
Grétar Björnsson
Málfríður Hrund Einarsdóttir
Ninna Karla Katrínar
Rakel Björk Haraldsdóttir
Thelma Ásdísardóttir
Varamenn:
Sigrún Huld Sigrúnar
Tinna Björnsdóttir

Ný stjórn Hugarafls. Á myndina vantar Tinnu Björnsdóttur.