Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur Hugarafls 2024

Aðalfundur Hugarafls verður haldinn miðvikudaginn 23. október  nk. klukkan 13:00-15:00 í húsakynnum Hugarafls, Síðumúla 6, annarri hæð. 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum Hugarafls.

Dagskrá aðalfundar: 

  1. Ávarp formanns, aðalfundur settur.
  2. Staðfest skipan fundarstjóra og fundarritara.
  3. Staðfest lögmæti aðalfundarboðs.
  4. Skýrsla stjórnar. 
  5. Ársreikningur síðasta árs kynntur og borinn upp til samþykktar. 
  6. Önnur mál
  7. Fundarslit