Aðalfundur Hugarafls verður haldinn miðvikudaginn 23. október nk. klukkan 13:00-15:00 í húsakynnum Hugarafls, Síðumúla 6, annarri hæð.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum Hugarafls.
Dagskrá aðalfundar:
- Ávarp formanns, aðalfundur settur.
- Staðfest skipan fundarstjóra og fundarritara.
- Staðfest lögmæti aðalfundarboðs.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningur síðasta árs kynntur og borinn upp til samþykktar.
- Önnur mál
- Fundarslit