Skip to main content
Greinar

9 Góð ráð til aðstandenda

By febrúar 22, 2014No Comments

Allir geta skyndilega verið í þeim erfiðu sporum að þekkja einhvern sem fær andleg veikindi. Það getur t.d. verið góður vinur, nágranni, vinnufélagi, foreldri, systkini eða barn.
Ráðgjafarnir í bókinni “BEDRE PSYKIATRI” hafa útbúið 9 GÓÐ RÁÐ, sem fjalla bæði um hvernig maður sem aðstandendi hugar að sjálfum sér og tryggir gott samband við hinn veika.

1. Hlustaðu.

Hlustaðu til að skilja – ekki til að breyta. Samtöl eru ekki alltaf til þess gerð að vera sammála, heldur þvert á móti til að fá skilning.

2. Spurðu spurninga.

Spurðu ekki aðeins hvers vegna. Það getur verið mjög erfitt og krefjandi að svara því hvað sé að og hvernig líðanin sé. Á þann hátt getur maður fengið meiri upplýsingar um veikindin. Spurðu einnig viðkomandi einstakling, hvernig þú getir best hjálpað.

3. Virtu takmörk.

Vertu blátt áfram og umfram allt heiðarlegur. Segðu aðeins hvað þú raunverulega meinar og hvað það sé, sem þú getir ekki hjálpað með. Hafðu skýrar línur um hvernig þú getir hjálpað og hvað þú getir ekki. Hafðu takmörk hjá þér sjálfum og gerðu þér einnig grein fyrir takmörkum hins veika. Gættu þess að upplifa ekki að gera lítið úr einkennum og veikindum. Enginn þekkir hugsanir og tilfinningar annarra. Taktu frekar eftir hvað það er sem þú sérð og heyrir.

4. Kynntu þér sjúkdóminn.

Vitneskja og innsýn í sambandi við veikindin er mikilvæg. Vitneskjan leysir ekki vandamálin en getur létt skilninginn. Gefðu þér tíma til að skrifa spurningar niður og taktu ekki fljótfærnislegar ákvarðanir. Aðstandendur vilja oftast gera allt sem í þeirra valdi stendur og fá aðra til að gera eitthvað. En eins og oft er í kring um geðraskanir, gengur það hægt fyrir sig.

5. Leyfðu sjálfum þér að hafa óskir og þarfir.

Mörgum aðstandendum finnst þeir ekki geta leyft sér, að gera sjálfum sér eitthvað gott, meðan veikur einstaklingur á erfitt. En á meðal hinna mörgu verkefna og þarfa, verður maður sjálfur sem aðstandandi að vera rólegur, því það er líka mikilvægt að geta lifað sínu eigin lífi. Útbúa tíma og stað sem þarf, til að hafa umfram orku, til að vera sá stuðningur sem hinn veiki einstaklingur þarf á að halda.

6. Taktu ábyrgð – ekki síst fyrir sjálfan þig.

Það er eðlilegt að við sem manneskjur, tökum ábyrgð á hvort öðru og það er eðlilegt að maður, sem aðstandandi taki ábyrgð á veikum einstaklingi. En það eru takmörk fyrir getu aðstandenda.
En stundum er það að setja mörk, einmitt það að sýna ábyrgð. Að setja takmörk fyrir hinn veika og að það þurfi að taka óþægilegar ákvarðananir getur verið erfitt val, en nauðsynlegur þáttur, sem taka þarf á.

7. Hafðu hugrekki til að þykja vænt um en jafnframt stjórna aðstæðum.

Mörgum aðstandendum er mjög umhugað um þann veika og vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lífið verði venjulegt. Það er oft sterk upplifun, að kynnast einhverjum sem verður andlega veikur. Maður finnur sig í aðstöðu þar sem maður hefur ekki næga þekkingu til að skilja og stjórna aðstæðum. Þetta álag er hægt að minnka með því að líta á málið með opnum huga. Bæði í sambandi við fjölskylduna, vini og vinnufélaga. En fyrir marga aðstandendur getur þetta virst algerlega ómögulegt að tala um það sem veldur áhyggjunum og kemur þeim það mjög á óvart. Reynsla frá öðrum aðstandendum sýnir, að því meiri hreinskilni, því betur getur maður sem aðstandendi hjálpað hinum veika og í þeim anda unnið í hinum nýju aðstæðum í sínu lífi.

8. Vertu hreinskilin.

Ef maður vill bæta sig í að segja frá og setja mörk verður maður að feta sig áfram. Að setja mörk og kröfur er hvortveggja að hafa tök og tækni. það hefur ekkert með eigingirni að gera, heldur aðeins að gæta að sjálfum þér og samtímis að hjálpa þeim veika til lengri tíma litið, til að hann geti staðið á eigin fótum.

9. Leitaðu félagsskapar með öðrum aðstandendum.

Að hitta aðra aðstandendur – mögulega í samsvarandi hóp getur stundum skipt verulegu máli. Þar er möguleiki að hitta fólk í sömu stöðu, sem skilur, án þess að maður þurfi að útskýra of mikið. Og þar sem maður getur talað opinskátt um þau vandamál og tilfinningar sem maður sjálfur upplifir.

Enginn getur haldið út að hlúa að öðrum, án þess að hlúa einnig að sjálfum sér.

“BEDRE PSYKIATRI” er blað sem gefið er út í Danmörku fyrir aðstandendur andlega veikra. Fyrir því stendur félag sem heitir “LANDSFORENINGEN FOR PÅRØRENDE” sem beita sér fyrir vitneskju, innsýn og reynslusögum fyrir aðstandendur andlega veikra.
Þeir leggja áherslu á að beita sér fyrir betra lífi fyrir sig og hina veiku.
Gera skoðanakannanir um hin ýmsu mál og reyna á margvíslegan hátt að breyta aðstæðum, skilning og fordómum um andlega sjúkdóma með fræðslu.

Þeir hafa félög í mörgum ef ekki allflestum stöðum um Danmörku, þar sem fólk getur leitað sér hjálpar og einnig virka fræðslu.

Hér á landi höfum við líka ýmis úrræði en því miður eru þau flest virkust á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á Göngudeild Landsspítalans ef um skyndileg veikindi er að ræða en þar fyrir utan höfum við nokkur félög eins og Hugarafl, Geðhjálp og fleiri. Vísa ég þar til bæklings okkar hjá Hugarafli, VEGVÍSIRINN, þar sem flestar úrlausnir sem í boði eru, starfa.

Þessi þýðing er gerð af Andreu Þ. Sigurðardóttur, meðlim í Hugarafli.
Reykjavík, 14. ágúst, 2009.