
Mikilvægt er að sýna þeim sem þjást af kvíða stuðning.
Ekki segja: „Þú hefur margt til að vera þakklát/ur fyrir“
Einstaklingur með kvíðaröskun gæti hugsað sem svo að hann sé ekki að gera nóg til að reyna að vinna á vandamálinu, eða að hann sýni ekki nægjanlegt þakklæti.
Fólk sem þjáist af kvíða upplifir jafnan mikla skömm og sektarkennd, en þessi fullyrðin gefur til kynna að þú teljir einstaklinginn ekki leggja nógu hart að sér.
Prufaðu þess í stað: „Ég kann að meta þig“
Ekki segja: „Þú ættir að hugleiða“
Hugleiðsla er eitt af því sem manneskja með kvíða hefur mjög líklega prófað, og gerir jafnvel reglulega.
Prufaðu þess í stað: „Hvað færir þér frið?“
Hugleiðsla er gott tól fyrir suma, en hentar ekki öllum. Markmiðið er að finna frið í sálinni, með öllum mögulegum ráðum.
Ekki segja: „Þetta verður allt í lagi“
Þetta er hreint ekki hjálplegt vegna þess að þeir sem þjást af kvíða sjá hlutina ekki í réttu ljósi.
Prufaðu þess í stað: „Ég er til staðar fyrir þig“
Einstaklingar sem þjást af kvíða einangra sig oft, það er því gott fyrir þá að vita að þeir eru ekki einir.
Ekki segja: „Hresstu þig bara við“
Þegar þú segir við einstakling sem þjáist af kvíða: „vertu bara glaður“ gefur þú til kynna að vanlíðanin snúist bara um viljastyrk.
Prufaðu þess í stað: „Hvað get ég gert til að hjálpa þér að líða betur?“
Ekki segja: „Þetta er allt í hausnum á þér.“
Þessi yfirlýsing gefur til kynna að sá sem þjáist af kvíða þurfi eingöngu að beita sig svolitlum viljastyrk. Auk þess gerir hún lítið úr tilfinningum viðkomandi.
Prufaðu þess í stað: „Förum og skemmtum okkur svolítið“
Því minna sem einstaklingar sem þjást af kvíða einblína á hugsanir sínar, því auðveldara verður að upplifa gleði.
Það þarf oft ekki mikið til, göngutúr, heimsókn á kaffihús eða að fara í jógatíma getur virkað prýðilega.
Ekki segja: „Hverju hefur þú svo sem að kvíða?“
Þessi yfirlýsing gerir lítið úr tilfinningum einstaklings sem þjáist af kvíða, og gefur jafnframt í skyn að þú teljir hann ekki verðskulda tilfinningar sínar.
Prufaðu þess í stað: „Hvernig get ég hjálpað þér að takast á við kvíðann?“
Við vitum sjaldan hvað fólk er að takast á við. Í stað þess að þykjast vita betur er gott að rétta fram hjálparhönd og sýna að þú ert tilbúinn að hjálpa.
Ekki segja: „Það er fullt af fólki með mun stærri vandamál en þú“
Kvíðið fólk gerir sér grein fyrir því og finnur jafnvel fyrir sektarkennd vegna þessa. Að vera minntur á þetta hefur ekkert gott í för með sér.
Prufaðu þess í stað: „Mér þykir leiðinlegt að heyra þetta, viltu tala um það?“
Það besta sem fólk getur gert er að bjóða fram stuðning sinn án þess að dæma.
Grein birtist upphaflega hér: http://www.mbl.is/smartland/samskipti/2015/11/03/7_hlutir_sem_thu_aettir_ekki_ad_segja_vid_einhvern_/