FréttirGeðheilbrigðismál

Vilja opna umræðu um sjálfs­víg

Pieta gangan gegn sjálfsvígum verður gengin í nokkrum löndum samtímis. ...

Pieta gang­an gegn sjálfs­víg­um verður geng­in í nokkr­um lönd­um sam­tím­is. Hér sést írsk­ur göngu­hóp­u

Tákn­ræn ganga gegn sjálfs­víg­um verður far­in á veg­um Pieta sam­tak­anna nk. laug­ar­dag, þar sem gengið er „úr myrk­inu yfir í ljósið“. Sigrún Halla Tryggva­dótt­ir hjá Hug­arafli seg­ir göng­una vera farna til að vekja at­hygli á nokkr­um mik­il­væg­um þátt­um tengd­um sjálfs­víg­um.

„Við vilj­um með göng­unni vekja at­hygli á sjálfs­víg­um í Íslandi, sjálfsskaða og for­vörn­um. Við erum einnig að minn­ast þeirra sem eru farn­ir, þeim sem enn þjást og svo aðstand­enda. Við vilj­um opna umræðuna fyr­ir þessu mál­efni,“ seg­ir Sigrún Halla.

Gang­an er far­in und­ir yf­ir­skrift­inni Úr myrkr­inu í ljósið og verður lagt af stað klukk­an fjög­ur, aðfaranótt laug­ar­dags­ins 7. maí frá húsi KFUM og KFUK við Holta­veg í Reykja­vík þaðan sem geng­in verður 5 km leið. Gengið verður á sama tíma á veg­um sam­tak­anna í mörg­um öðrum lönd­um, m.a. í Ástr­al­íu, Bretlandi, Banda­ríkj­un­um, sem og á Írlandi, þar sem sam­tök­in voru stofnuð fyr­ir 10 árum síðan.

Um 500-600 manns gera sjálfs­vígstilraun­ir hér á landi ár­lega

Sigrún Halla Tryggvadóttir segir að með göngunni vilji þau vekja ...

Sigrún Halla Tryggvadóttir verkefnastjóri í Hugarafli

Sigrún Halla seg­ir að þeir sem eru þung­lynd­ir, með kvíða og fólk með geðrask­an­ir séu í meiri hættu á að stytta sér ald­ur en aðrir. Um 500-600 manns hér á landi geri til­raun­ir til sjálfs­vígs ár­lega og það sé há tala. „Yf­ir­leitt er um karl­menn að ræða, en kon­ur gera fleiri til­raun­ir en karl­ar til að stytta sér ald­ur. Áður voru yngri karl­ar í mestri hættu, en ald­ur­inn er að fær­ast ofar og við sjá­um líka að tíðnin er að aukast hjá eldra fólki,“ seg­ir Sigrún Halla.

Hún tek­ur fram að sjálfs­víg séu stund­um skráð sem slys og að heil­brigðis­kerfið sé und­ir svo mikl­um þrýst­ingi að það nái ekki að sinna sem skyldi þeim ein­stak­ling­um sem eru í sjálfs­vígs­hættu. „Við vilj­um búa til ann­an val­kost, létta á geðdeild­um, en mark­mið okk­ar er að veita þeim þjón­ustu sem eru í sjálfs­vígs­hættu,“ út­skýr­ir Sigrún Halla.

Sigrún Halla Tryggva­dótt­ir seg­ir að með göng­unni vilji þau vekja at­hygli á sjálfs­víg­um, sjálfsskaða og for­vörn­um.

 

Maður get­ur ekki gengið í gegn­um allt einn

Hanna Íris Guðmundsdóttir segir sárlega vanta þjónustu við aðstandendur þeirra ...

Hanna Íris Guðmunds­dótt­ir seg­ir sár­lega vanta þjón­ustu við aðstand­end­ur þeirra sem fremja sjálfs­víg.

Hanna Íris Guðmunds­dótt­ir missti son sinn þegar hann stytti sér ald­ur 2014. Hann var flutt­ur að heim­an og að nálg­ast þrítugt. Hún seg­ir að það vanti sár­lega þjón­ustu við aðstand­end­ur þeirra sem fremja sjálfs­víg hér á landi. „Ég er sann­færð um að hefði þessi þjón­usta verið til staðar, þá hefði þetta ekki gerst. Ég upp­lifði að við fjöl­skyld­an vær­um eig­in­lega á eig­in veg­um eft­ir þetta áfall. Það kom prest­ur um kvöldið og seinna hafði sókn­ar­prest­ur­inn sam­band við okk­ur, en við þurft­um að sækja alla aðstoð sem við þurft­um sjálf. Fólk er varla í stakk búið til þess þegar svona áfall skell­ur á.“

Aðspurð hvaða þýðingu Pieta sam­tök­in hafi fyr­ir aðstend­ur svar­ar hún: „Það gef­ur fólki svo mikla von að sjá svona sam­tök sett á lagg­irn­ar.“

Hanna Íris seg­ir að hún eigi tvö önn­ur börn sem hafi verið 17 og 19 ára þegar bróðir þeirra dó. „Það þyrfti líka að vera til staðar hjálp fyr­ir ung­linga. Það vant­ar úrræði fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp og ég tel að börn­in mín eigi eft­ir að vinna úr þessu máli. Þau gera það seinna þegar þau eru til­bú­in til.“

Hún seg­ir að í raun þyrfti að vera til staðar teymi fyr­ir aðstand­end­ur þegar dauðsföll verða óvænt með þess­um hætti í fjöl­skyld­um. „Við vor­um reynd­ar hepp­in. Við feng­um mik­inn stuðning frá fjöl­skyldu og vin­um, en það þyrfti að vera til staðar teymi sem fylgdi aðstand­end­um eft­ir næstu daga eft­ir slíkt áfall.“

 Fólki í sjálfs­vígs­hættu ekki nógu vel sinnt í heil­brigðis­kerf­inu

Jó­hanna María Eyj­ólfs­dótt­ir er formaður Pieta sam­tak­anna í Íslandi og jafn­framt aðstand­andi, en barns­faðir henn­ar féll fyr­ir eig­in hendi. Hún seg­ir sam­tök­in eiga upp­runa sinn á Írlandi og séu um 10 ára.

„Mark­miðið er að setja á fót hjálp­armiðstöð fyr­ir fólk í sjálfs­vígs­hug­leiðing­um. Það vant­ar að þess­um hópi sé nægi­lega sinnt í heil­brigðis­kerf­inu, en við mun­um veita þjón­ustu í sam­vinnu við heil­brigðis­starfs­fólk og fagaðila. Við vilj­um líka geta hjálpað aðstand­end­um sem eru örvinglaðir vegna ást­vin­ar sem er í sjálfs­vígs­hættu,“ seg­ir Jó­hanna María.

„Okk­ur lang­ar einnig að bjóða upp á eft­ir­fylgni í framtíðinni og höf­um kynnt það starf sem við vilj­um hafa fyr­ir alþing­is­mönn­um og fleir­um. Það hef­ur verið tekið vel í þetta og þegar hafa borist styrk­ir,“ seg­ir Jó­hanna María og nefn­ir að  Kiw­an­is­hreyf­ing­in ætli að styrkja miðstöðina og að þjón­usta sem þessi muni hafa mikla þýðingu fyr­ir aðstand­end­ur.

Yfirskrift göngunnar er úr myrkrinu yfir í ljósið og er ...

Yf­ir­skrift göng­unn­ar er úr myrkr­inu yfir í ljósið og er lagt af stað klukk­an fjög­ur að nóttu.

Fólki vísað frá á geðdeild­um

„Fólki hef­ur verið vísað frá á geðdeild­um og og það er líka stórt skref að stíga fyr­ir marg­ar að fara á geðdeild. Þarna mun fólk geta leitað aðstoðar og síðan yrði því jafn­vel vísað áfram. Rauði kross­inn hef­ur boðið símaþjón­ustu fyr­ir þá sem eru í sjálfs­víg­hug­leiðing­um, en aðstand­end­ur upp­lifa að það sé ekk­ert úrræði fyr­ir þá. Það er mik­il­vægt að úrræði séu til fyr­ir þá og að þeir standi ekki ein­ir eft­ir og þurfi sjálf­ir að hafa fyr­ir því að sækja sér stuðning,“ seg­ir Jó­hanna María. Töl­ur hafi sýnt að sjálfs­víg­um hafi fækkað veru­lega á Írlandi eft­ir að Pieta sam­tök­in tóku til starfa.

Þeir sem vilja leggja starf­sem­inni lið geta lagt inn á reikn­ing Pieta sam­tak­anna: 301-26-041041. Kt. 4104-160690 og hægt er að skrá sig í göng­una á www.pieta.is og hjá Hug­arafli í Borg­ar­túni 22 á föstu­dag milli kl.9 og 16. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um Pieta á Íslandi má finna á www.pieta.is